fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fylkir vann á Meistaravöllum – FH vann Fjölni

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 27. september 2020 16:07

Sam Hewson tryggði Fylki sigur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið í 18. umferð Pepsi-Max deildar karla í dag. Fylkir vann sterkan sigur á KR á Meistaravöllum. FH vann Fjölni í Kaplakrika og á Akranesi gerðu ÍA og Víkingur R. jafntefli.

Á Meistaravöllum fór fram barátta tveggja liða sem eru að reyna ná evrópusæti í deildinni. Orri Hrafn Kjartansson kom Fylki yfir á 32. mínútu. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin fyrir KR á 48. mínútu.

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis var sendur í sturtu eftir glórulausa tæklingu á Kristni Jónssyni á 59. mínútu.

Beitir Ólafsson, markvörður KR, fékk síðan að líta rauða spjaldið á 94. mínútu fyrir að hafa gefið leikmanni Fylkis olnbogaskot.

Það var Sam Hewson sem tryggði Fylki mikilvægan sigur með marki úr vítaspyrnu á 97. mínútu.

Fylkir er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 28 stig. KR er hins vegar í 5. sæti með 24. stig. Virkilega sterkur sigur hjá Fylki

Í Kaplakrika vann FH 1-0 sigur á Fjölni. Það var Morten Beck sem skoraði eina mark leiksins á 82. mínútu í fremur tíðindalitlum leik.

FH er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 32 stig. Fjölnir eru svo gott sem fallnir í 12. sæti deildarinnar, 10 stigum frá öruggu sæti.

Á Akranesi mættust ÍA og Víkingur R. Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir á 51. mínútu. Ágúst Eðvald Hlynsson jafnaði leikinn aðeins þremur mínútum síðar.

Halldór Jón Sigurður Þórðarson kom Víkingum yfir á 56. mínútu áður en að Tryggvi Hrafn skoraði sitt annað mark í leiknum og jafnaði leikinn. Lokatölur á Skaganum, 2-2.

ÍA er eftir leikinn í 7. sæti með 21 stig. Víkingur R. er í 10 sæti með 16. stig.

KR 1 – 2 Fylkir
0-1 Orri Kjartansson (’32)
1-1 Óskar Örn Hauksson (’48)
1-2 Sam Hewson (’95)
Rautt spjald: Ragnar Sveinsson, Fylkir (’58)
                         Beitir Ólafsson, KR (’94)

FH 1 – 0 Fjölnir 
1-0 Morten Beck (’82)

ÍA 2 – 2 Víkingur R.
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’52)
1-1 Ágúst Hlynsson (’53)
1-2 Halldór Sigurðsson (’56)
2-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’65)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu