fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Drukkinn ferðamaður rauf sóttkví og stofnaði til slagsmála

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 27. september 2020 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir klukkan átta í gærkvöld fékk lögregla tilkynningu um mann sem var að stofna til slagsmála á Laugaveginum í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn reyndist vera erlendur ferðamaður sem var nýkominn til landsins og átti að vera í sóttkví. Var hann mjög drukkinn og lét dólgslega við lögreglumenn, neitaði að gefa upp nafn og hafði engin skilríki.  Maðurinn er einnig grunaður um brot á sóttkví. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld voru afskipti höfð af þremur ferðamönnum á veitingahúsi í miðborginni. Þeir voru nýkomnir til landsins og áttu að vera í sóttkví. Fólkið var handtekið og fært á lögreglustöð til skýrslutöku en lögregla var áður búin að hafa afskipti af þeim þar sem tilkynnt var um brot á sóttkví.  Ferðamennirnir munu eiga flug frá landinu á morgun.

Ofangreint kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig frá því að síðdegis í gær lenti leigbílstjóri í Mosfellsbæ í því að þrír menn sem hann ók úr miðbænum yfirgáfu bílinn án þess að greiða fargjaldið. Lögregla hafði afskipti af mönnunum og verða þeir ákærðir fyrir fjársvik.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins

Valdimar Leó rifti ráðningarsamningi við Virðingu og er ekki undir rannsókn Samkeppniseftirlitsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur