fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fyrsta aftaka bandaríska alríkisins á svörtum manni eftir 17 ára hlé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. september 2020 05:25

Christhopher Vialva

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christhopher Vialva, fertugur svartur maður, var tekinn af lífi í gær í Bandaríkjunum. hann var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt kristin hjón í Iowa fyrir rúmlega 20 árum. Hann er sjötti maðurinn sem er tekinn af lífi eftir að Donald Trump lét alríkisstjórnina hefja aftökur á nýjan leik eftir 17 ára hlé. Þetta var önnur aftakan á vegum alríkisins í þessari viku.

Vialva var úrskurðaður látinn klukkan 18.46 að staðartíma í Indiana. Aftaka hans var gerð á sama tíma og mótmæli gegn banvænni valdbeitingu lögreglunnar gegn svörtu fólki standa yfir víða um landið sem og umræða um kynþáttamismunun, þar á meðal í réttarvörslukerfinu.

Af þeim 56 sem bíða nú aftöku á vegum alríkisins eru 26 svartir, eða 46% en 22, eða 39%, eru hvítir. Svartir eru um 13% íbúa Bandaríkjanna.

Í skýrslu sem samtökin Death Penalty Information Center í Washington sendu frá sér fyrr í mánuðinum á kynþáttamismunun sér líklega stað þegar dauðadómar eru kveðnir upp. Í skýrslunni kemur fram að morðingjar, sem myrða hvítt fólk, séu níu sinnum oftar dæmdir til dauða en þeir sem myrða svart fólk.

Á valdatíma Trump hefur alríkisstjórnin látið taka tvöfalt fleiri af lífi en allir forverar Trump í Hvíta húsinu samanlagt frá 1963.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið