fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Jói Fel í gjaldþrot

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 24. september 2020 12:58

Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakarískeðja Jóa Fel var í gær úrskurðuð gjaldþrota í héraðsdómi. Gjaldþrotabeiðnin kom frá Lífeyrissjóði verslunarmanna sem lagði fram kröfuna um gjaldþrotaskipti vegna ógreiddra iðgjalda í lífeyrissjóðinn heilt ár aftur í tímann. Þó höfðu iðgjöldin verið dregin af launaútborgun starfsmanna.

Samkvæmt óstaðfestum heimildum Stundarinnar vinnur Jói Fel nú að því að kaupa eignir nauðsynlegar rekstrinum til baka úr þrotabúin með aðstoð fjárfesta.

Grímur Sigurðsson lögmaður var við úrskurð héraðsdóms skipaður skiptastjóri þrotabúsins. Þetta staðfestir Grímur í samtali við blaðamann DV en vildi lítið annað segja. Nú tekur við hefðbundið ferli þar sem auglýst verður eftir kröfum í þrotabúið og eignirnar svo teknar til skiptanna upp í þær skuldir. Óljóst er hverjir stærstu kröfuhafarnir eru annað en að Lífeyrissjóður verslunarmanna hlýtur að vera einn þeirra.

DV ræddi á mánudaginn við Jóhannes Felixsson sem vildi lítið tjá sig um stöðu bakarískeðjunnar. Sagði hann þó að „eitthvað gæti gerst í vikunni.“ Nú er ljóst að tilraunir Jóa til þess að bjarga rekstrinum hafa ekki tekist. „Ég er bara á fundum alla vikuna, allt er í vinnslu og ég veit ekkert,“ sagði Jói á mánudaginn.

Sjá nánar: Jói Fel um erfiðleikana – „Eitthvað gæti gerst í vikunni“

Um er að ræða annað gjaldþrot fyrirtækis í eigu Jóa Fel á rétt rúmu ári. Í ágúst í fyrra greindi DV frá því að Guðni bakari væri gjaldþrota. Sá rekstur var ótengdur rekstri bakarískeðjunni Jóa Fel.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Í gær

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða

Sakar Kirkjugarða Reykjavíkur um að skaða rekstur blómabúða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu

Snorri Másson segist ekki tala fyrir því að ganga úr EES-samstarfinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening

Fær ekki að stunda nám á Íslandi – Trúðu ekki að hún hefði verið að lána bróður sínum pening
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Vilhjálmur til OK