fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þeir sem smitast af kórónuveirunni og flensunni verða í „alvarlegum vanda“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 06:50

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem smitast bæði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og inflúensu haustsins eiga mun frekar á hættu að deyja að sögn breskra heilbrigðisyfirvalda. Þau segja að tölur frá fyrstu vikum heimsfaraldursins sýni að 43% þeirra sem sýktust einnig af flensu hafi látist samanborið við 27% þeirra sem eingöngu veiktust af COVID-19.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að heilbrigðisyfirvöld segi einnig að þeir sem létust hafi yfirleitt verið eldra fólk. Flensur verða yfirleitt um 11.000 manns að bana í Englandi árlega og mun fleiri þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.

Embættismenn segja að kórónuveiran og flensa muni væntanlega herja samtímis og hvetja þá sem eiga rétt á að fá bólusetningu gegn flensunni að láta bólusetja sig. Fleirum verður boðið upp á slíkar bólusetningar í ár en venjulega og eiga um 30 milljónir Breta rétt á þeim.

Sérfræðingar segja að þeir sem eru viðkvæmari fyrir áhrifum flensu séu einnig í meiri hættu hvað varðar kórónuveiruna. Yvonne Doyle, yfirlæknir hjá breska landlæknisembættinu, sagði að flensa „væri mjög óþægileg“ en að margir telji hana bara vera venjulegt kvef.

„Það getur verið banvænt að fá flensu og bóluefnið er öruggt. Ef þú færð bæði flensu og kórónuveiru ertu í alvarlegum vanda,“

sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“