fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

„Svarti lénsherrann“ dæmdur í 5 ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. september 2020 15:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður, Nathan Francis Wyatt, var nýlega dæmdur í fimm ára fangelsi í Bandaríkjunum. Hann játaði að hafa haft í hyggju að stela persónuupplýsingum fólks og að hafa stundað tölvuglæpi. Hann er þekktur undir heitinu „Dark Overlord“ (Svarti lávarðurinn).

Samkvæmt frétt Sky þá var Wyatt einnig gert að greiða fórnarlömbum sínum 1,5 milljónir dala í bætur.

Hann var handtekinn af bresku lögreglunni 2016 vegna ótengds máls en þá var verið að rannsaka innbrot í iCloud-reikning Pippa Matthews, systur Katrínar hertogaynju og eiginkonu Vilhjálms ríkisarfa.

Wyatt, sem er þriggja barna faðir, var sleppt í september 2017 án þess að frekari eftirmálar yrðu. Hann var síðan handtekinn aftur og fluttur í fangelsi til afplánunar refsinga fyrir margvísleg brot. Hann barðist gegn framsali til Bandaríkjanna en dómari heimilaði framsalið á síðasta ári.

Í Bandaríkjunum var hann ákærður fyrir að stela læknaskýrslum, upplýsingum frá bandarískum fyrirtækjum og að hafa krafist greiðslu í Bitcoin fyrir að skila þessum upplýsingum aftur. Engin fyrirtæki greiddu honum en urðu fyrir tjóni vegna taps á gögnum.

Fyrir dómi kom fram að Wyatt hafi stofnað aðganga á Twitter og Paypal til að taka við greiðslum og eiga í samskiptum við fórnarlömb sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá