fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn ósáttur við framkomu starfsmanna sinna: „Látum sumt starfsfólk traðka á okkur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. september 2020 17:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg, sem þekktur er undir nafninu Fiskikóngurinn, vegna fiskbúða sem hann hefur rekið með miklum glæsibrag undir heitinu Fiskikóngurinn, er mjög ósáttur við tvo fráfarandi starfsmenn sína.

Þetta kemur fram í nýrri grein sem Kristján birti í dag á Facebook-síðu sinni. Hann segir:

„Það sem mér finnst skrýtið og ég hef ekki orðið var við er hvernig við fyrirtækja eigendur „þegjum“ alltaf yfir hvernig sumt starfsfólk hagar sér og látum sumt starfsfólk traðka á okkur eigendum og atvinnurekendum.“

Kristján greinir frá því að hann hafi misst frá sér tvo starfsmenn um helgina sem unnið hafa hjá honum í nokkur ár. Starfsmennirnir ræddu ekki við hann málið heldur sögðu upp með sms og voru horfnir á braut. Ekki virtist inni í myndinni að vinna uppsagnarfrest. Kristján er mjög ósáttur við þessa framkomu:

„Það sem er svo skrýtið er: Þegar starfsmaður sem hefur starfað hjá mér í 3-4 ár, sendir mér „SMS“ um að vera hættur og ætli sér ekki að vinna uppsagnarfrestinn !

Það finnst mér vera mjög skrýtið og eiginlega hálf kjánaleg framkoma.

Hvers vegna getur starfsmaður ekki komið hreint fram, tekið létt spjall, rætt málin og samið við vinnuveitanda um starfslok.

Starfsmenn vilja alltaf fá uppsagnarfrestinn greiddann ef þeim er vikið úr starfi en mörgum starfsmönnum finnst allt í lagi að LABBA út af vinnu stað þegar þeim dettur í hug og það á ekki að vera neinn eftirmáli af því.“

Kristján segist hafa komist að því að starfsmennirnir hafi verið búnir að ráða sig hjá öðru fyrirtæki áður en þeir sögðu upp hjá honum. Þeir hafi gert ráðningarsamning við annað fyrirtæki á meðan enn var í gildi ráðningarsamningur milli hans og þeirra. Þetta vekur eftirfarandi spurningar hjá Kristjáni:

„1. Getur starfsmaður hlaupið í burtu?
2. Hver er ábyrgð starfsmanns?
3. Hver ber ábyrgð á tjóni fyrirtækis þegar þetta gerist?
4. Hver á að greiða fyrir að fá nýjan starfsmenn, þjálfun?
5. Er starfsmaðurinn ábyrgur? ef já, fyrir hverju. Ef nei, hvers vegna ekki?
6. Fyrirtæki sem ræður inn starfsmann sem er þegar með ráðingarsamning við annað fyrirtæki, má það halda áfram með starfsmanninn í vinnu.
7. Er fyrirtækið sem ræður starfsmann til vinnu með einhverja ábyrgð, já eða samvisku til þess að halda áfram með „starfsmanna liðhlaupa““

Kristján bendir á að ef knattspyrnumaður hjá KR kæmi svona fram yrði allt vitlaust. Hann segir að honum finnist að allir verði að standa við gerða samninga og enginn afsláttur sé gefinn á því að þegar starfsmanni er sagt upp sé honum greiddur uppsagnarfrestur.

Kristján segir ennfremur:

„Fyrirtækið sem réði þessa starfsmenn inn, og veit sögu mína og þessa starfsfólks ætti að skammast sín fyrir að gera ekkert í þessu og spila sig saklaust af þessu.“

Grein Kristjáns í heild og umræður um hana má lesa með því að smella á tengilinn fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Í gær

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða