fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Óhugnanlegt morðmál fyrir dómi – Játar að hafa myrt eiginkonuna með sveðju á götu úti

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. september 2020 18:05

Craig og Victoria. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt morðmál er nú til meðferðar fyrir dómi í Englandi. Craig Woodhall, 41 árs, er ákærður fyrir að hafa í mars myrt eiginkonu sína Victoria Woodhall, 31 árs, með því að stinga hana margoft.

Samkvæmt frétt Sky þá notaði hann sveðju og miðað við lýsingarnar var um óhugnanlega og hrottalega árás að ræða. Þetta gerðist á götu úti í Barnsley í South Yorkshire.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að Cragi sneri tvisvar aftur að helsærðri eiginkonu sinni og hélt árásinni áfram. Mörg vitni voru að þessu að sögn Sky.

Victoria hlaut alvarlega höfuðáverka og lést af völdum þeirra og blóðmissis.

Talsmaður lögreglunnar sagði að áverkar hennar hafi verið margir og miklir á mörgum stöðum líkamans. Hann sagðist fagna því að Craig hafi játað morðið en það væri þó lítil huggun fyrir ættingja Victoria.

Craig játaði morðið fyrir helgi. Dómari mun kveða upp úr um refsingu hans þann 2. október næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum