fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433

Víkingur býst við því að selja Óttar í þessum mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. september 2020 20:00

Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík býst við því að selja Óttar Magnús Karlsson, sinn skæðasta framherja í þessum mánuði. Þetta herma heimildir 433.is.

Fótbolti.net segir að Óttar sé á leið til Ítalíu. „Talið er líklegt að Venezia nái að klófesta þennan 23 ára sóknarleikmann sem hefur verið algjör burðarás hjá Víkingum á tímabilinu,“ segir í frétt Fótbolta.net.

Samkvæmt heimildum 433.is hafa umboðsmenn Óttars hjá Stellar Nordic átt í viðræðum við Venezia síðustu vikur.

Óttar hefur skorað 9 af 19 mörkum Víkings í efstu deild karla á þessu tímabili. Þetta verður í þriðja sinn sem Óttar Magnús fer í atvinnumennsku en hann er 23 ára gamall.

Hann fór ungur að árum til Ajax, hann kom heim en fór svo til Molde og spilaði einnig í Svíþjóð. Óttar mætti svo heim síðasta sumar en heldur aftur út á nýjan leik á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar

Forseti Sporting glerharður – Telur upp leikmenn sem Arsenal og United hafa keypt í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni

Samtal Liverpool við enska landsliðsmanninn heldur áfram í vikunni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum

Valinn besti leikmaður liðsins en vill nú fara – Alls ekki hrifinn af nýja stjóranum
433Sport
Í gær

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar

Óttast ekki að missa sæti sitt ef Williams kemur í sumar