fbpx
Mánudagur 22.desember 2025
Pressan

Undarleg hegðun háhyrninga við strendur Portúgals og Spánar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. september 2020 18:00

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðustu tvo mánuði hafa háhyrningar hegðað sér mjög óvenjulega og undarlega við strendur Portúgals og Spánar. Þeir hafa ítrekað ráðist á báta og valdið tjóni á þeim.

Margir sjófarendur hafa skýrt frá hópum háhyrninga sem hafa synt að bátum þeirra, synt í hringi um þá og síðan synt beint á þá. The Guardian skýrir frá þessu.

Meðal annars er haft eftir bresku konunni Victoria Morris að níu háhyrningar hafi umkringt bát hennar í sumar þegar hún var á siglingu. Þeir hafi síðan dúndrað líkömum sínum inn í bátinn í heila klukkustund.

„Þeir létu bátinn snúast í 180 gráður, vélin drap á sér og stýrið brotnaði. Háhyrningarnir áttu allan tíman í samskiptum með háum flautum. Það var eins og þetta væri skipulagt,“

sagði Morris.

Skipstjóri einn sagði að háhyrningar hafi „ráðist“ á bát hans í um 50 mínútur og hafi þeir synt á bát hans af svo miklu afli að stýrimaðurinn hafi næstum farið úr axlarlið.

Síðasta þekkta tilvikið var á föstudaginn undan strönd spænska bæjarins A Coruna. Þar réðst háhyrningur að minnsta kosti 15 sinnum á bát með því að nánast kasta líkama sínum á hann. Skipstjórinn varð að leita til hafnar til að kanna hvort tjón hefði orðið á bátnum.

Háhyrningar eru yfirleitt friðsöm og forvitin dýr og því eru margir sjávarlíffræðingar hissa á þessari hegðun þeirra að sögn The Guardian. Fram kemur að þessi hegðun þeirra geti bent til að þeir séu hugsanlega stressaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn

„Engin sprengja gerir það sem þetta er að gera“ – Trump stimplar fentanýl sem gereyðingarvopn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum

Dularfullt mál í Miami – Starfsmenn afsláttavöruverslunar fundu nakið lík í frystinum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi

Mikil reiði eftir að hrottalegur nauðgari slapp við fangelsisvist – Einn þolandi var nær dauða en lífi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans