fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Þriðjungur þjóðarinnar heldur að kórónuveiran sé hreinn uppspuni – Ein hæsta dánartíðni heims

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 05:29

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af 1,8 milljón landsmanna hafa rúmlega 14.000 greinst smitaðir af kórónuveirunni sem veldur COVID-19. Á sjötta hundrað hafa látist af völdum veirunnar. Dánartíðnin er ein sú hæsta í heimi en samt sem áður telur þriðjungur landsmanna að kórónuveiran sé ekki til, hún sé helber uppspuni.

Landið sem um ræðir er Kósovó. Skoðanakannanir hafa sýnt að þriðjungur landsmanna trúir ekki að veiran sé til og 61% telja að of mikið sé gert úr alvarleika hennar ef hún er þá til.

Niðurstaðan fer ekki vel í forseta landsins, Avdullah Hoti, sem er sannfærður um tilvist veirunnar enda fékk hann sjálfur að kenna á henni í byrjun ágúst þegar hann smitaðist. AFP hefur eftir Hoti að niðurstöður skoðanakannana séu „óásættanlegar“ og hefur hann brugðist við með því að herða enn aðgerðir, til að hefta útbreiðslu veirunnar, í þeim bæjum sem verst hafa orðið úti og með því að banna fjölmennar opinberar samkomur. Einnig hefur fjölmiðlum verið heimilað að heimsækja sjúkrahús svo þeir geti sýnt hvernig verst stöddu sjúklingarnir hafa það.

Þetta nýtti ein sjónvarpsstöð sér nýlega og ræddi við eldri konu sem var að jafna sig eftir tveggja vikna veikindi:

„Ef ég á að vera heiðarleg þá hélt ég að veiran væri ekki til. Nú, eftir að hafa farið í gegnum helvíti, er ég sannfærð um að hún er til og segi allri þjóðinni það,“

sagði hún.

Ástandið hefur batnað aðeins í landinu að undanförnu en samt sem áður er dánartíðnin ein sú hæsta í heiminum, hún er bara hærri í nokkrum löndum í Suður-Ameríku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið