fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Engill Bjartur var dreginn inn í þrjú mismunandi vændishús – „Þetta veitti mér innblástur“

Máni Snær Þorláksson, Jón Þór Stefánsson
Mánudaginn 14. september 2020 13:43

Engill Bjartur - Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljóðskáldið og rithöfundurinn Engill Bjartur Einisson segist hafa verið dreginn inn á þrjú mismunandi vændishús í Rúmeníu í gærkvöldi. Hann segist þó ekki hafa borgað fyrir neina þjónustu, en að reynslan hafi verið „mjög skemmtileg“. 

Frá þessu greindi Engill á samfélagsmiðlinum TikTok, en þar er hann duglegur að greina frá lífi sínu og ferðalögum, en um þessar mundir er hann staddur í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. „Búkarest er ótrúlega áhugaverð borg,“ segir Engill er hann ræddi við DV um atburði gærkvöldsins.

Engill segist hafa ætlað að fara á djammið og fara á karókí-bar, en hafi mætt of seint þar sem að skemmtistaðirnir loki um miðnætti. Hann hafi í kjölfarið verið dreginn inn í nokkur vændishús. „Þannig að ég endaði á því að ráfa þarna einn um gamla bæinn um auð stræti eftir að allir voru farnir heim. Það var þá sem að menn fóru að nálgast mig og vingast við mig og segja við mig: Blessaður, hvað segirðu? Ertu ekki í stuði? Værirðu ekki til í að hitta einhverja fallega unga konu í kvöld? Ég náttúrulega segi bara „jújú“ og tek vel í það sem þessir menn sögðu, verandi kurteis og opinn maður,“ segir Engill.

Hann segir að aðal skemmtunin hafi tekið við eftir að hann var leiddur inn í húsin því að þar biðu hans ungar konur, á hans aldri. „Þær byrjuðu að káfa á mér, dansa í kjöltunni á mér og klifra upp á mig, ein fór meira að segja upp á háhest á mig, hún var einhver súludansari. Þetta var allt gott og blessað og ekkert í gangi, ekkert kynlíf eða neitt þannig. Síðan náttúrulega kom á daginn að þessi staðir voru ekkert annað en hóruhús.“

„Ég var bara að kanna svæðið“

Eftir að Engill hafði talað við stelpurnar í stundarfjórðung og leyft þeim að daðra við sig þá hugsaði hann með sér að hann þurfti að koma sér í burtu. „Á einum tímapunkti var ég meira að segja aðeins smeykur, þrátt fyrir að hafa upplifað mig öruggan svona að mestu leyti. Það skipti var þegar ég var búinn að vera inni á einu hóruhúsinu í kannski 20 mínútur og tala við stelpurnar og gefa þeim kannski falska von, því ég var aldrei á leiðinni að fara að sofa hjá þessum stelpum. Ég var bara að kanna svæðið og var bara forvitinn ferðamaður,“ segir hann.

„Síðan kom náttúrulega bara að peningunum“

Eftir að Engill sagðist vera blankur fengu vændiskonurnar þá hugmynd að hann gæti borgað með skartgripum sínum, úri og hring. „Ég sagði nú bara ekki séns og labbaði kurteisislega í burtu. En þetta var mjög skemmtileg upplifun, að vera dreginn inn á svona hóruhús í Búkarest.“

Engill segir að samkvæmt því sem hann viti best sé vændi ólöglegt, en þó liðið, í Rúmeníu. Það er þó ekki alveg rétt þar sem í Rúmeníu er búið að afglæpavæða vændi. Það er því ekki ólöglegt, en þó er ólöglegt að stunda vændi í gegnum þriðja aðila að hvetja einhvern til þess að selji vændi.

Segist ekki vilja stunda kynlíf með vændiskonu

Seinasta myndbandið sem Engill birti á TikTok um þessa upplifun sína var með yfirskriftinni „Myndi Engill ríða hóru?“, en þar reynir hann að svara spurningunni og skýra afstöðu sína gagnvart vændi. „Nei svarið er nei,“ segir hann. „Engill Bjartur, rithöfundur og ljóðskáld, myndi ekki ríða hóru. Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Ég lít á kynlíf sem afar heilaga athöfn og ég myndi aldrei vilja verja slíkri athöfn með einhverjum sem er ekki tilfinningalega tengdur mér og hefur aðeins áhuga á veskinu, en hvorki líkama mínum né sál.“

Þá segir honum að honum finnist vændisiðnaðurinn vera mjög sorglegur iðnaður. „Ég ber djúpa vorkunn í garð þessara kvenna og stelpna sem að hafa þessa innkomuleið og enga aðra. Það er mjög sorglegt að ástandið skuli vera svona og ég myndi aldrei vilja styðja það.“

„Þetta veitti mér innblástur“

Í Rúmeníu hefur Engill verið að fá innblástur fyrir nýjustu ljóðabók sína, Frumefni, sem kemur út í nóvember á þessu ári. „Þetta veitti mér innblástur fyrir skrifin,“ segir Engill um upplifun gærkvöldsins. „Þetta er náttúrulega eitthvað sem væri hægt að yrkja mörg skemmtileg og hnyttin ljóð um,“ segir Engill einnig en hann orti ljóð í dag sem hann vildi leyfa lesendum DV að lesa og má sjá það ljóð hér fyrir neðan.

Vonin

Allt er vænt sem vel er grænt.

Gleði skálds fær enginn rænt,

nema kannski um stundarsakir;

en það veit vísdómsins fakír

sem og vera ljóssins vestræn

að von er æ á litinn græn.

Mín kær vinkona eða vinur,

byrði þín sannlega hrynur

af herðum þér, mölbrotin, niður!

Vonarfljóts dýrlegur niður

boðar brotthvarf alls hins slæma.

Í vonarhyl má lengi tæma

geðsins sorp af öllu tagi

(ýlda og mygla í góðu lagi). 

Þótt eiturefnum verði hellt

í vonarinnar hyl samfellt,

týnir vatnið ei tærleika.

Voninni mun aldrei skeika.

Loforð hennar á sig reiða

máttu – von þig láttu leiða!

Allt er vænt sem vongott er. 

Fortíð, nútíð, framtíð ber

á greinum sínum ljúffeng aldin.

Vinkona, sértu illa haldin;

vinur, sé veröld óstýrilát

– verið vongóð, verið kát!

Víst er jarðlífið meingallað

en ævintýri er það kallað.

Og skóli er lífið; skyndipróf

kunna sér ei nokkurt hóf.

Hvað þá lífs lokaritgerðir

og þær útsmognu aðferðir

sem lífið brúkar af og til

svo varla grilli í vonarhyl.

En góða besta og góði besti,

vegferðar þinnar veganesti

er eilífur aðgangsmiði

að vonarhylsins ást og friði.

Baða þú þig þar og bittu

enda á vonleysi og vittu

að fljótið, hylurinn og fossinn

eru Guðs umhyggjukossinn

sem gleður ljóðskáld og fylgjendur.

Ljúfar megi lífsins nýlendur

vera ykkur systur og bræður. 

Ef yfir voninni þú ræður

veitist þér skjól í lífsmótvindi

og ávallt leikur allt í lyndi.

Allt er vænt sem vel er grænt

og einkum ef það er listrænt.

— Engill Bjartur 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd