fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Svona stórir voru forfeður hvíthákarla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 15:30

Líkian af megalodon í þýskum skemmtigarði. Mynd:EPA/CHRISTOPH SCHMIDT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ein/n þeirra sem hryllir við hvíthákarlinum í Jaws og getur ekki annað en hugsað til hans í hvert sinn sem þú ferð á ströndina þá ættirðu kannski ekki að lesa lengra. Hér verður nefnilega fjallað um forföður hvíthákarlsins og stærð hans.

Hvíthákarlar nútímans eru engin smásmíði en forfeður þeirra voru enn stærri. En sumir heillast af þeim og einn þeirra er Jack Cooper, fornleifafræðingur hjá University of Bristol, sem hefur ásamt fleirum rannsakað stærð forfeðra hvíthákarlsins en þeir nefnast megalodon. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram að þessu hafði aðeins verið giskað á lengd megalodon en fyrrnefndur rannsóknarhópur hefur nú skorið úr um lengd þessara dýra með því að nota ýmsar reikningsaðferðir og samanburð við núlifandi ættingja tegundarinnar.

Megalodon voru uppi fyrir 23 til 30 milljónum ára síðan. Tegundin komst nýlega í „sviðsljósið“ eftir að hún kom við sögu í Hollywoodmyndinni The Meg. Rétt er að taka fram að þótt hákarlinn í henni sé mun stærri en sá í Jaws þá verður The Meg væntanlega ekki talið álíka meistaraverk og Jaws.

Niðurstaða vísindamannanna bendir til að megalodon hafi verið 16 metrar á lengd og höfuðið hafi verið um 4,65 metrar, bakugginn hafi verið 1,62 og sporðurinn 3,85 metrar. Höfuð megalodon voru því stærri en meðalhvíthákarlar nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd