fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Fundu risastóran gíg í Síberíu – Gríðarleg öfl að verki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:00

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fundu sjónvarpsmenn, sem flugu yfir Yamalskagann í Síberíu, risastóran gíg. Hann er 50 metra djúpur og 20 metrar í þvermál. Algjör tilviljun réði því að hann uppgötvaðist. Vísindamenn hafa rannsakað gíginn og segja að gríðarleg öfl hafi verið að verki þegar hann myndaðist.

Siberian Times skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir telji að um sprengingu neðanjarðar hafi verið að ræða en ekki að loftsteinn hafi skollið til jarðar. Stórir steinar og ísblokkir skutust mörg hundruð metra frá gígnum við sprenginguna.

Ástæðu sprengingarinnar er að finna djúpt niðri í sífreranum sem er undir stórum hluta Síberíu. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla þá hefur holrými myndast undir yfirborðinu og það fyllst af gasi. Síðan hefur orðið svo mikill þrýstingur að yfirborð hefur þanist út og að lokum varð sprenging.

Gígar sem þessir myndast venjulega á afskekktum og óbyggðum svæðum og því er sjaldgæft að eftir því sé tekið að sprengingar verði. Það eru yfirleitt tilviljanir sem valda því að gígarnir uppgötvast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf