fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ekki svik við kjósendur Vinstri grænna að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum

Svandís Svavarsdóttir er nýr ráðherra heilbrigðismála

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 10. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sem þingmaður Vinstri grænna hefur Svandís Svavarsdóttir, sem og fleiri, gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn harðlega í ræðu og riti. Hefur Svandís meðal annars talað um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, sem „gangandi hagsmunaárekstur“.

Hvernig er að vera komin í ríkisstjórn með Bjarna Benediktssyni og Sjálfstæðisflokknum?

„Það er pólitísk áskorun. Ég tel að þessi ríkisstjórn geti orðið mjög mikilvægt gæfuspor fyrir Íslendinga á þessum tímapunkti. Með þessum löngu stjórnarmyndunarviðræðum gátum við komið okkur saman um sameiginlegan grunn til þess að sækja fram í öllum þessum helstu þáttum íslensks samfélags. Við þurftum að tala okkur í gengum helstu málaflokkana og koma með sameiginlegan texta á blað sem við gátum öll verið sammála um. Við verðum ekki Sjálfstæðismenn við það, Bjarni Ben verður ekki Vinstri grænn, að minnsta kosti mjög seint,“ segir Svandís og hlær.

Hún lítur ekki á samstarfið sem svik við kjósendur Vinstri grænna. „Glíman sem við höfum verið að heyja við flokkana lengst til hægri, hún er ekki búin, hún verður áfram fyrir hendi. Málamiðlanir þurfum við að gera, en um leið munum við tala skýrt fyrir okkar stefnu. Ég er í stjórnmálum til að ná árangri – fyrir málin og fyrir samfélagið. Ég er í stjórnmálum til að sjá mín áherslumál og áherslumál minnar hreyfingar ná fram að ganga fyrir alla Íslendinga, líka þá sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Og ef við náum árangri til að skapa betra samfélag í samstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki þá gerum við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum