fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Áströlsk fréttakona í haldi Kínverja

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 21:30

Cheng Lei. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska fréttakonan Cheng Lei er nú í haldi kínverskra yfirvalda og er „undir eftirliti“ á ákveðnum stað. Samkvæmt kínverskum lögum er hægt að halda henni undir slíku eftirliti í allt að sex mánuði án þess að hún fái aðstoð lögmanna. Hún hefur ekki verið ákærð eða handtekin en fáir velkjast í vafa um að hún er í raun í haldi kínverskra yfirvalda.

Aukin spenna hefur færst í samskipti ríkjanna á undanförnum mánuðum vegna deilna um viðskipti og heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Cheng Lei hefur starfað fyrir kínversku ríkissjónvarpsstöðina CTGN í Kína undanfarin átta ár. Stöðin sendir út á ensku.

Ástralski miðillinn ABC segir að heimilt sé að halda henni „undir eftirliti á ákveðnum stað“ í sex mánuði án þess að hún eigi rétt á aðstoð lögmanna.

Í tilkynningu frá áströlsku ríkisstjórninni segir að kínversk stjórnvöld hafi tilkynnt formlega um málið þann 14. ágúst. Þann 27. ágúst funduðu áströlsk yfirvöld með Cheng Lei í gegnum samskiptaforrit og munu áfram veita henni og fjölskyldu hennar þann stuðning sem þau geta veitt.

Síðu hennar og fréttum hefur verið eytt af heimasíðu CTGN. Hún hefur aðallega fjallað um viðskipti og verið umsjónarmaður þáttarins „Global Business“. Börnin hennar tvö eru nú í umsjá ættingja í Melbourne.

Hún er ekki fyrsti ástralski ríkisborgarinn sem er handtekinn í Kína. Frá því í janúar 2019 hefur kínversk-ástralski rithöfundurinn Ynag Hengjung verið í haldi vegna gruns um njósnir. Hann var einn áhrifamesti pólitíski bloggari landsins. Hann var áður stjórnarerindreki í Kína og hefur skrifað njósnasögur. Hann hefur verið talsmaður lýðræðislegrar þróunar í Kína og hefur í því sambandi gagnrýnt stjórn kommúnistaflokksins.

Handtaka Cheng kemur á tímum þar sem Ástralir hafa sett fram óskir um alþjóðlega rannsókn á upptökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem nú geisar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Í gær

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli

Kona sem fæddist án heila fagnar 20 ára afmæli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið

Ránið bíræfna í Louvre-safninu – Lykilorð myndavélakerfisins var eins einfalt og það gat orðið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna

Fyrrverandi fulltrúi CIA: Kínverjar og Rússar senda „kynlífsnjósnara“ til Bandaríkjanna