fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Þetta eru vinsælustu Íslendingarnir á Google 2017

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 14. desember 2017 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Kaleo var vinsælasta leitarorðið yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu á árinu 2017. Gylfi Sigurðsson var sá Íslendingur sem Íslendingar gúggluðu hvað oftast. Þetta kemur fram í árlegri úttekt auglýsingastofunnar H:N Markaðssamskipta.

Íslenskir listamenn áberandi á listanum

„Hljómsveitin Kaleo ber höfuð og herðar yfir mest gúggluðu Íslendingana á alþjóðavísu. Hljómsveitin var gúggluð ríflega 3,6 milljón sinnum um allan heim á árinu sem er að líða. Kaleo sló sem kunnugt er í gegn á árinu sem er að líða og eru meðal annars tilnefndir til Grammy-verðlauna fyrir lagið Way down we go. Þá hituðu þeir meðal annars upp fyrir Rolling Stones á árinu,“

kemur fram í fréttatilkynningu frá H:N Markaðssamskipti.

„Of Monsters and Men er í öðru sæti yfir mest gúggluðu Íslendinganna á alþjóðavísu en sveitin var gúggluð um 1,3 milljón sinnum og Björk í því þriðja þar með tæpar 900 þúsund leitarniðurstöður.“

Gylfi Sigurðsson er í fjórða sæti og crossfit-konan Sara Sigmundsdóttir er í því fimmta. Hljómsveitin Sigur Rós er í fimmta sæti og listamaðurinn Ragnar Kjartansson í því sjötta.

Síðustu ár hefur bardagakappinn Gunnar Nelson verið á topp tíu listanum en komst ekki á listann í ár.

Vinsælasti Íslendingurinn

„Gylfi er hins vegar sá sem Íslendingar gúggluðu lang oftast og Kaleo næst oftast. Fróðlegt er að sjá hvað fólk gúgglaði Gylfa mun oftar í kringum vistaskiptin hans til Everton í ágúst.“

Söngkonan Björk og stjórnmálamaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deila þriðja og fjórða sætinu saman og Guðni Th. Jóhannesson og Of Monsters and Men deila fimmta og sjötta sætinu.

Baltasar Kormákur og Katrín Jakobsdóttir deila sjöunda til ellefta sæti með rithöfundum Yrsu Sigurðardóttur og Arnaldi Indriðasyni.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Benedikt Sveinsson, faðir hans, eru svo í 13. – 15. sæti listans með Ólafi Ragnari Grímssyni, fyrrverandi forseta.

„Þetta er í fjórða sinn sem H:N Markaðssamskipti gera úttekt á mest gúggluðu Íslendingunum. Listinn er langt frá því að vera tæmandi og ber að líta á „gúggllistann” sem samkvæmisleik frekar en heilagan sannleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik