fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Hjartaþræðingum hefur fækkað í kórónuveirufaraldrinum – Fólk veigrar sér við að leita á bráðamóttöku

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því í janúar og þar til í júní á þessu ári fækkaði hjartaþræðingum á Landspítalanum um 11,9% miðað við sama tíma á síðasta ári. Á sama tímabili fækkaði kransæðavíkkunum um 14,3%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Karli Konráði Andersen, yfirlækni á Hjartagátt Landspítalans, að hluti skýringarinnar á þessu sé að sjúklingar veigri sér við að leita á bráðamóttöku vegna einkenna sinna.

„Á COVID-tímanum í vor varð vart við umtalsverða fækkun í komum á bráðamóttöku vegna hjartaáfalla um allan heim, allt að 40 prósentum. Það er talið að þetta stafi ekki af raunverulegri fækkun tilfella. Þegar frá líður hafa þessir sjúklingar verið að greinast og vísbendingar eru um að þeir komi seint til læknis,“

sagði Karl og bætti við að hér á landi séu tilfellin of fá til að hægt sé að fullyrða að það sama eigi við hér.

„Hins vegar er almenna viðhorfið og tilmæli alþjóðlegra hjartalæknasamtaka að þó að við þurfum að viðhafa „social distancing“ eigi það alls ekki að leiða til „medical distancing“. Með öðrum orðum, sjúklingar með einkenni um hjartaáföll eiga að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar grunur er um bráð hjartavandamál,“

sagði Karl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi

Stórfurðulegt skuldamál – Segjast hafa lánað konu í Hafnarfirði tugi milljóna samkvæmt munnlegu samkomulagi
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp