fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Svona heldur maður ljónum frá kúm – Málar augu á afturendann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. ágúst 2020 10:00

Hver hræðist þetta ekki? Mynd:Ben Yexley © UNSW Sydney

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að einhver hafi augu í hnakkanum. En hvað með að setja augu á afturendann? Ýmislegt bendir til að það geti komið sér vel fyrir aðra tegund en okkur mennina ef miða má við niðurstöðu rannsóknar vísindamanna við University of New South Wales í Ástralíu.

Þeir hafa komist að því að með því að mála augu á afturenda kúa er hægt að vernda þær fyrir ljónum. Þeir hafa gert þessar tilraunir í Afríku enda engin ljón í ástralskri náttúru. Rannsóknir þeirra fóru því meðal annars fram í Botsvana en þar glíma bændur við árásir ljóna á kúahjarðir. Bændurnir skjóta oft ljónin og það vilja menn forðast því ljón eru í útrýmingarhættu. Hugsunin á bak við augun á afturendanum er því að koma í veg fyrir að ljónin verði skotin.

Vísindamennirnir prófuðu þessa hugmynd sína á fjögurra ára tímabili. Þeir máluðu augu á afturenda 683 kúa, á 543 var málaður kross og á 835 var ekkert málað. Frískað var upp á augun og krossana með nýrri málningu á rúmlega þriggja vikna fresti.

Á þessum fjórum árum réðust ljón aldrei á kýrnar með augun á afturendanum. Fimmtán, ómálaðar kýr, voru hins vegar drepnar af ljónum.

Vísindamennirnir telja að krossinn hafi einnig hugsanlega haft fælingarmátt því ljón réðust aðeins á fjórar kýr, með krossa á afturendanum, á þessum fjórum árum.

Þeir vita ekki með vissu af hverju ljónin forðast kýrnar með augun á afturendanum en telja að líklegast sé að ljónin telji að það hafi komist upp um þau þegar þau sjá máluðu augun.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í vísindaritinu Communcations Biology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana