fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru um 2.600 ótryggð ökutæki í umferðinni og búast má við að þeim fjölgi á næstunni samfara versnandi efnahagsástandi.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Mörtu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Alþjóðlegra bifreiðatrygginga á Íslandi. Hún sagði einnig að tjón af völdum ótryggðra ökutækja nemi tugum milljóna á ári. Haft er eftir Mörtu að leiða megi líkur að því að fjöldi ótryggðra ökutækja í umferðinni sé í samræmi við efnahagsástandið hverju sinni. Því megi búast við fjölgun ótryggðra ökutækja á næstunni.

Ef ótryggt ökutæki lendir í tjóni lendir sá kostnaður á þeim sem standa skil á tryggingagreiðslum sínum þar sem tryggingafélögum er skylt að ábyrgjast slík tjón. Það eru Alþjóðlegar bifreiðatryggingar sem sjá um að gera upp kostnað vegna tjóna ótryggðra ökutækja og reyna síðan að sækja kostnaðinn til ökumanns og skráðs eiganda.

Það er lögreglan sem sinnir því að taka skráningarnúmer af ótryggðum ökutækjum og hefur Morgunblaðið eftir Ásgeiri Þór Ásgeirssyni, yfirlögregluþjóni, að eftirlit með ótryggðum ökutækjum sé hluti af almennu eftirliti lögreglunnar. Hann sagði að lögreglan vilji gjarnan nota myndavélar til að bæta eftirlitið og hafi tilraunir verið gerðar með það en allt sé þetta á hönnunarstigi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu