fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

11 ára gamalt tíst frá Ellen Degeners vekur athygli – Ekki er allt sem sýnist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 05:45

Ellen DeGeneres

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég lét einn starfsmanna minna gráta eins og barn í þætti dagsins. Í hreinskilni, þetta var góð tilfinning.“

Þetta skrifaði Ellen Degeners á Twitter þann 5. júní 2009. Nú, 11 árum síðar, hefur tístið farið á mikið flug um samfélagsmiðla en óhætt er að segja að þessi orð hennar falli vel inn í þá umræðu sem hefur verið um hana og þætti hennar að undanförnu.

Ásakanir um einelti, rasisma og kynferðislega áreitni hafa farið hátt í tengslum við Ellen og vinsælan spjallþátt hennar.

„Þetta er ástæðan fyrir að þátturinn þinn verður tekinn af dagskrá. Í hreinskilni sagt, þá gleður það mig.“

Skrifar einn notandi í athugasemd við færsluna á Twitter. Fleiri notendur eru einnig sannfærðir um að þetta tíst muni verða naglinn í líkkistu Ellen og gera út af við sjónvarpsferil hennar. En aðrir hafa náð að halda ró sinni og hvetja fólk til að sýna stillingu og benda á að tístið sé gamalt og skrifað í ákveðnu samhengi.

Það vísar til þess að í þætti Ellen, The Ellen DeGeneres Show, þennan sama dag kom Ellen samstarfskonu sinni, Jeannie Klisiewicz á óvart með því að færa henni gjafakort fyrir lúxussiglingu i Karabískahafinu. Jeannie varð svo glöð við þetta að hún fór að gráta og það er einmitt það sem Ellen vísar til í tístinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Í gær

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér