fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Vændishús í Berlín opna á nýjan leik en ekkert kynlíf er í boði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 21:00

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er aftur hægt að heimsækja vændishús í Berlín eftir langvarandi lokun vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. En ekkert kynlíf er í boði, aðeins er hægt að fá erótískt nudd þessa dagana.

Starfsfólk í þýska kynlífsiðnaðinum hefur verið ósátt við að hafa ekki mátt sinna starfi sínu eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar skall á og sömuleiðis hafa viðskiptavinir verið ósáttir við að vændishús hafa verið lokuð.

Þeim var loks leyft að opna á nýjan leik í síðustu viku en mega ekki selja kynlíf eins og þau mega annars venjulega. France24 skýrir frá þessu.

Haft er eftir Jana, sem er 49 ára og starfar í kynlífsiðnaðinum í borginni, að hana hlakki til 1. september þegar núgildandi reglum vegna kórónuveirunnar verður breytt og hún megi aftur sinna viðskiptavinum sínum.

„Ég kýs að veita kynlífsþjónustu og viðskiptavinir mínir vilja fá slíka þjónustu.“

Þegar vændishúsin fá að taka upp fyrri starfsemi í byrjun september verður að fylgja ströngum reglum um að notkun á spritti og starfsfólk og viðskiptavinir verða að nota andlitsgrímur. Í Þýskalandi eru um 40.000 skráðir starfsmenn í kynlífsiðnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa