fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Heimilislaus maður notfærði sér heimsfaraldurinn og lifði í lúxus

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 07:00

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldurinn hefur farið illa með marga, þar á meðal í Bandaríkjunum þar sem faraldurinn virðist nánast vera stjórnlaus víða. En hinn heimilislausi Daniel Albert Neja, 39 ára, hafði það óvenjulega gott í júlí.

Þá braust hann inn á Al Lang Stadium í St. Petersburg í Flórída. Þetta er leikvangur Tampa Bay Rowdies fótboltaliðsins. Leikvangurinn tekur 7.200 gesti. En knattspyrnan hefur verið í hléi í Bandaríkjunum vegna heimsfaraldursins og því var enginn sem tók eftir að Neja braust inn og hvað þá að hann settist að í lúxussvítu á leikvanginum.

Hann dvaldi í svítunni í 14 daga. Hann lagði einnig leið sína í minjagripaverslun félagsins og varð sér úti um fatnað frá toppi til táar. Einnig varð hann sér úti um mat og drykk á leikvanginum sem var opinn fyrir starfsfólk.

Daniel Albert Neja. Mynd:Pinellas County Sheriff’s Office

Það var ekki fyrr en hreingerningafólk fór inn í svítuna, sem hann dvaldi í, að það uppgötvaðist að einhver hélt til þar. Ljóst var að einhver hafði hreiðrað um sig, sængurfatnaður hafði verið færður til og rakáhöld voru uppi við.

Neja var handtekinn í framhaldinu. Í handtökuskýrslunni kemur fram að hann hafi stolið varningi fyrir sem nemur um 130.000 íslenskum krónum og veitingum fyrir sem nemur um 30.000 íslenskum krónum.

Mánuði áður en þetta gerðist játaði Neja að hafa brotist inn í Lutz grunnskólann. Ástæðuna sagði hann vera að hann hafi verið svangur og hafi verið í leit að mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“

Krefjast uppgjörs vegna „Steikarhnífsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag

Hótelnótt Kevin væri fokdýr í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar

Gekkst undir lífsnauðsynlega aðgerð: Eitt fór þó fram hjá læknum og afleiðingarnar voru hræðilegar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn

Játaði morð á föður sínum eftir 17 tíma yfirheyrslu: Síðar kom í ljós að faðirinn var alls ekki dáinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?

Hann játaði að hafa sundurlimað lík eiginkonu sinnar – Mun Google-leit sanna að hann myrti hana?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti

Leggja til stjórnarskrárbreytingu svo hægt sé að svipta glæpamenn ríkisborgararétti
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar