fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Ríkisstjórn Trump ætlar að leyfa olíuleit á náttúruverndarsvæði

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. ágúst 2020 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Bernhardt, innanríkisráðherra ríkisstjórnar Donald Trump, staðfesti á mánudag umdeilda leigu á stóru svæði á náttúruverndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge í norðurhluta Alaska til olíu- og gasleitar.

Wall Street Journal hefur þetta eftir ráðherranum. Samkvæmt heimildin geta orkufyrirtæki leigt landið af ríkinu og síðan borað eftir olíu og gasi.  Ráðherrann sagði að þetta ryðji leiðina fyrir útboð um olíuleit og olíuvinnslu. Væntanlega verði hægt að efna til útboðs á þessu ári.

Hann sagði þetta vera upphafið að nýjum kafla hvað varðar að Bandaríkin séu sjálfum sér næg um orku og eldsneyti. Mörg þúsund ný störf geti skapast á svæðinu.

Ef og þegar tilraunaboranir hefjast verður það í fyrsta sinn sem borað er eftir olíu og gasi á náttúruverndarsvæðum. Ríkisstjórn Trump, sem hefur ekki verið sérlega hliðholl náttúruvernd, gekk þannig frá málun að ákaflega erfitt verður fyrir Demókrata að breyta ákvörðuninni ef þeir komast til valda eftir kosningarnar í nóvember.

Svæðið sem um ræðir er rúmlega 6.000 ferkílómetrar og þar lifa meðal annars hreindýr, ísbirnir og fuglar. Að sögn NRDC, sem eru samtök sem vinna að verndun umhverfisins og dýralífs, þá búa rúmlega 200 mismunandi dýrategundir á svæðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“