fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Segir konum að forðast þessar týpur af karlmönnum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 13:34

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska útvarpsstjarnan Jana Hocking segir konum að forðast tilteknar týpur karlmanna sem finnast á stefnumótasíðum. Meðal annars karlmenn sem segjast vera 178 cm eða láta taka af sér myndir á meðan þeir halda á dauðum fisk.

Í grein á News.au segir Jana að hún hafi upplifað ýmislegt á stefnumótaforritunum Tinder og Bumble og vilji nú miðla reynslunni sinni, öðrum víti til varnaðar.

Þetta eru karlmennirnir sem konur eiga að forðast að sögn Jönu.

178 cm gaurinn

„Í fyrsta sæti er gaurinn sem segist vera 178 cm en er í raun mun lægri,“ segir Jana.

„Hann veit að hann kemst ekki upp með að segjast vera yfir 180 cm en hann veit líka að það eru ekki margar konur sem „svæpa“ til hægri ef hann viðurkennir að hann er bara 172 cm.“

Sá sem segist vera 45 ára

„Hann veit að ef hann viðurkennir að hann sé fimmtugur þá hafa færri konur áhuga á honum. Þannig karlmenn yfir fimmtugt segjast vera 45 ára til að komast á fleiri stefnumót,“ segir Jana og bætir við að hún tali af reynslu.

Hún fór á stefnumót með karlmanni sem hún kynntist á Tinder. Hann sagðist vera 45 ára, 182 cm og barnlaus. En þegar hún hitti hann  þá reyndist hann „frekar lágvaxinn og viðurkenndi, eftir sterkt viskí, að hann væri 52 ára og ætti tvö börn.“

„Alpha“ karlmenn

Samkvæmt Jönu er einfalt að koma auga á svokallaðan „alpha karlmann“. Þú gerir það með því að skoða myndirnar hans gaumgæfilega. Ef hann hefur deilt mynd af sér úr ræktinni eða heldur á „risastórum dauðum fisk“ þá ættirðu að „svæpa“ til vinstri.

„Alveg eins og hellismaðurinn sem reyndi að heilla konurnar með því að veiða skepnur, þá er þessi gaur að reyna að sýna hversu karlmannlegur hann er.“

https://www.instagram.com/p/CDhXlu3ghn5/

Forðastu þessar myndir

Jana mælir einnig með að forðast reiða gaurinn í ástarsorg og gaurinn sem segist vera frumkvöðull, því það þýðir að hann sé atvinnulaus að sögn Jönu.

Þú verður líka að skoða myndirnar hans og segir Jana að konur eigi að forðast bæði karlmenn sem deila aðeins sjálfsmyndum og aðeins hópmyndum.

„Ef þeir deila aðeins sjálfsmyndum þá getur verið að þeir líti ekki svona út í alvöru, eða eigi mikið félagslíf,“ segir hún. Ef hann deilir aðeins hópmyndum þá viltu ekki eyða of miklum tíma í að finna út hver hann er á myndinni. „Þú átt eftir að vona að hann sé þessi sæti, en hann er það ekki.“

Konur eiga einnig að forðast karlmenn sem deila myndum af sér með barni eða hvolp. „Þessir karlmenn eru í leit að sambandi,“ segir hún.

Að lokum hvetur hún konur til að forðast karlmenn sem eru alltaf með sömu konunni á mynd. „Það lítur kannski út fyrir að hann sé að reyna að sýna að hann sé mjög þroskaður og geti átt vinkonur. En þetta er par í leit að þriðja aðila í svefnherberginu,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Umdeildum dómi snúið við í Bretlandi – Fötluð kona sýknuð í manndrápsmáli

Umdeildum dómi snúið við í Bretlandi – Fötluð kona sýknuð í manndrápsmáli
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“

Albert svarar spurningum um sjálfan sig – „Það gerir mig feitan en hann er góður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Fer ófögrum orðum um Bjarna Jó og segir hann vonlausa manneskju –  „Þá var samband okkar dautt“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.