fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Sólveig gagnrýnir SA – Fremstir fara Sjálfstæðismenn skólaðir í taumleysi góðærisáranna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. ágúst 2020 07:45

Sólveig Anna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag sem ber heitið „Stóra skömmin“. Þar fjallar hún um þjófnað á launum verkafólks sem hún segir vera stóru skömmina á íslenskum vinnumarkaði.

Sólveig segir að árlega séu þúsundir verkafólks hlunnfarnar um laun. Laun sem fólkið sjái aldrei eða þurfi aðstoð stéttarfélaga við að innheimta. Hún segir að meðalupphæð launakrafna, sem Efling vann fyrir sitt félagsfólk á síðasta ári, hafi verið 492 þúsund krónur og skipti kröfur sem þessar hundruðum ár hvert.

Hún bendir á að við gerð hinna svokölluðu Lífskjarasamninga hafi ríkið skuldbundið sig til að hreinsa þennan skammarblett og að lofað hafi verið að heimila sektir fyrir brot gegn lágmarkskjörum verkafólks.

„Vinna fór af stað á vegum Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra þar sem fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands áttu að gera tillögur um lagabreytingar. ASÍ hefur þar lagt fram vel útfærðar og sanngjarnar lausnir. Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar lagst gegn öllum tillögum og stöðvað framgang málsins. Með því er ráðist gegn einni af mikilvægustu forsendum gildandi kjarasamnings.“

Segir Sólveig og bætir við að Samtökum atvinnulífsins virðist ekki vera treystandi til að starfa samkvæmt lögum og á grunni þess samkomulags sem þau samþykktu sjálf.

„Í stað þess að standa vörð um eigin kjarasamninga standa þau vörð um þá sem brjóta þá. Lögleysa í margvíslegum skilningi á sér öflugan málsvara í Samtökum atvinnulífsins. Þar fara fremstir Sjálfstæðismenn af nýrri kynslóð, skólaðir í taumleysi góðærisáranna og skyndigróða ferðaþjónustubólunnar. Í huga þeirra virðast venjur og lágmarksheilindi við samningagerð engu máli skipta.“

Segir Sólveig og bendir síðan á að verkafólk eigi sér einnig öfluga hreyfingu og sterk vopn.

„Atvinnurekendur fengu vorið 2019 langan kjarasamning þar sem þeim var veittur friður til nóvember 2022. Gildi samningsins er hins vegar háð því að hann og forsendur hans séu virtar. Gerist það ekki mun félagsfólk í Eflingu knýja fram efndir með öðrum leiðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist