fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Þórólfur ver hertar aðgerðir: Ekkert til sem heitir örugg lönd lengur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. ágúst 2020 14:26

Þórólfur Guðnason. Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vaxandi útbreiðsla COVID-19 í nágrannalöndum er á meðal þess sem því veldur að skimun númer tvö og 5-6 daga sóttkví fyrir alla sem koma til landsins er nauðsynleg. Einnig hefur það komið fyrir að einstaklingar sem greinst hafa án veirunnar á landamærum hafa greinst með veiruna í annarri sýnatöku síðar. Skilgreiningin á öruggum löndum er orðin úrelt vegna vaxandi útbreiðslu veirunnar sem og vegna þess að margir sem koma frá áhættusvæðum en taka milliflug frá öruggum löndum gefa öruggu löndin upp sem brottfararstað.

Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi dagsins. Smit sem komust framhjá skimun fyrr í sumar ollu tveimur hópsýkingum, þannig að tvö afbrigði veirunnar komust inn í landið. Við erum enn að glíma við veiruna úr annarri sýkingunni.

Hertar aðgerðir á landamærum taka gildi á miðnætti á miðvikudag. Þórólfur segir að þetta sé besta aðferðin til að koma í veg fyrir að veiran berist inn í landið en eins og áður verða nýju reglurnar endurskoðaðar síðar.

Frá síðasta fimmtudegi hafa 18 greinst með veiruna, þar af tveir í gær, annar var í sóttkví. Þórólfur segir að sveiflur séu milli daga en enn er um að ræða sama afbrigði veirunnar og glímt hefur verið við undanfarið. Tæplega 700 sjúklingasýni hafa verið greind daglega hjá veirufræðideildinni, en það þýðir að skimaðir hafa verið einstaklingar sem hafa talið sig vera með einkenni. Innan við 1% af þeim hafa greinst með veiruna. Helmingur þeirra sem hafa greinst frá því á fimmtudag voru í sóttkví.

Virk smit í landinu eru nú 118. Í sóttkví eru 528.

Fjöldi þeirra sem skimaður er á landamærum hefur farið vaxandi eða um 3.200 manns daglega. Í gær greindust 9 með veiruna á landamærum en þeir bíða allir mótefnamælingar, sem sker úr um hvort um virk smit eða ekki sé að ræða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Í gær

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“