fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Pressan

Óttast að risahátíðin verði smitsprengja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. ágúst 2020 07:00

Mörg hundruð þúsund manns mæta á hátíðina. Mynd: EPA/MIKE NELSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næstu daga fer hin árlega Sturgis Motorcycle Rally fram í bænum Sturgis í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum. Yfirstandandi heimsfaraldur kórónuveirunnar raskar ekki fyrirætlunum skipuleggjenda sem reikna með að allt að 250.000 manns muni sækja hátíðina þá 10 daga sem hún stendur.

Yfirleitt sækja um 500.000 gestir hátíðina en reiknað er með minni aðsókn þetta árið vegna heimsfaraldursins. En það að svo margir ætli að safnast saman í litlum bæ vekur áhyggjur hjá mörgum íbúum þar og sérfræðingum á heilbrigðissviði sem óttast að bærinn verði einhverskonar smitsprengja.

Það er oft þröngt á þingi á hátíðinni. Mynd: EPA/MIKE NELSON

Um 7.000 manns búa í bænum en um síðustu helgi streymdi mótorhjólafólk þangað í þúsundatali. Jonathan Reiner, sérfræðingur CNN í læknisfræði, sagðist ekki hafa áhyggjur af þeim sem keyra bara um á mótorhjólunum sínum. Það sé hins vegar það sem gerist á kvöldin, á börum, veitingastöðum, hótelum og götum úti sem valdi honum áhyggjum. Hann óttast að hátíðin verði smitsprengja.

Yfirvöld í Suður-Dakóta hafa ekki gripið til neinna aðgerða vegna heimsfaraldursins og því þarf enginn að nota munnbindi eða óttast að fjöldatakmarkanir ríki á samkomum. Kristi Noem, ríkisstjóri, hefur einnig veitt heimild fyrir samkomunni sem fagnar 80 ára afmæli í ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum

Þýskur metsöluhöfundur myrtur í húsbát sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 3 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump

Stærsti gullfundur sögunnar gæti orðið efnahagsleg martröð fyrir Trump
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?