fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Trump segir það góða hugmynd að andliti hans verði bætt við Mount Rushmore

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 20:30

Trump með Mount Rushmore í bakgrunni. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, segir það góða hugmynd að andlit hans verði höggvið út í Mount Rushmore við hlið þekktustu forseta landsins. Trump segir það hins vegar vera „fake news“ að þetta standi til.

New York Times segir að embættismaður hafi komið að máli við Kristi Noem, ríkisstjóra Suður-Dakóta, á síðasta ári til að kanna hver hin „opinbera leið“ væri til að hægt væri að bæta andliti eins forseta við hjá þeim fjórum sem fyrir eru á Mount Rushmore en það eru andlit George Washington, Thomas Jefferson, Theodre Roosevelt og Abraham Lincoln en þeir eru líklegast frægustu forsetar landsins.

Trump tjáði sig um þetta á Twitter í gær og sagði að um „fake news“ væri að ræða en lofsamaði um leið þann árangur sem hann hefur náð á valdatíma sínum.

„Hef aldrei stungið upp á þessu en miðað við árangurinn á fyrstu 3 ½ árinu í embætti, kannski meiri árangur en hjá nokkrum öðrum forseta, þá hljómar þetta sem góð hugmynd.“

Trump hefur að sögn áður hugleitt að fá andlit sitt höggvið út í fjallshlíðina. Kristi Noem er sögð hafa sagt að í samtali við Trump 2018 hafi hann sagt henni að það væri „draumur“ hans að andlit hans yrði höggvið út í Mount Rushmore. Þetta sagði hann að hennar sögn þegar þau hittust í fyrsta sinn í Hvíta húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi