fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Matthías bitcoin-svindlari ákærður fyrir amfetamínframleiðslu – Lagt hald á stíflueyði og öndunargrímur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. ágúst 2020 16:07

Sakborningar í Bitcoinmálinu. Mynd: Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Matthías Jón Karlsson og Vigantas Visinskis hafa hafa verið ákærðir fyrir framleiðslu og vörslu á amfetamíni. Í ákæru er málið sagt vera stórfellt fíkniefnalagabrot en hin meinta iðja þeirra félaga á að hafa átt sér stað í íbúð í Breiðholti snemma í vor, í um hálfan mánuð. Eru þeir sagðir hafa framleitt rúmlega 11 kg og 3,30  ml af amfetamíni.

Þess má geta að Matthías er einn sakborninga í hinu svokallaða Bitcoin-máli. Snemma árs 2019 voru sjö menn sakfelldir fyrir þjófnað úr gagnaverum. Hlaut Sindri Þór Stefánsson þyngsta dóminn, eða fjögurra og hálfs árs fangelsi. Sindri Þór varð landsfrægur er hann strauk úr fangelsinu að Sogni þegar hann var þar í varðhaldi vegna málsins. (Sjá Fréttablaðið).

Auk fíkniefnanna er þess krafist að ýmiskonar búnaður í fórum þeirra félaga verði gerður upptækur. Er sá listi gífurlega langur og fjölskrúðugur. Þar á meðal eru Moldex-öngunargrímur, sprautur, mælikönnur, síur, tíu lítra balar, vinnuúlpur, stíflueyðir, lofttæmingarvél, rykgrímur og ótal margt fleira.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur en ákæran var gefin út þann 4. ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir