fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

946 í sóttkví – Hver er munurinn á sóttkví, heimkomusmitgát og einangrun?

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 8. ágúst 2020 16:30

Central Park á tímum COVID-19. Mynd: EPA-EFE/Peter Foley

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar 946 eru í sóttkví er ekki úr vegi að skerpa á hvað það þýðir í raun að vera í sóttkví því ljóst er af samtölum við kaffivélina (með tvo metra á milli) að skilningur manna á sóttkví er mjög misjafn.

Í grófum dráttum er átt við að sóttkví er  notuð  þegar  einstaklingur  hefur  mögulega  smitast  af  sjúkdómi  en  er  ekki með  einkenni. Einangrun á við sjúklinga með einkenni smitandi sjúkdóms eða staðfest smit.

Þess ber þó að geta að fólk á það til að bera sína túlkun á sóttkvísreglum á milli og þannig getur upprunaleg útfærsla skolast mikið til. Reglur um sóttkví (Heimkomusmitgát) við komu til landsins eftir dvöl erlendis eru til dæmis aðrar en ef um sóttkví vegna möguleika á smits er um að ræða. Athugið að þegar talað er um varnarsóttkví er átt við fólk sem velur að fara í sóttkví t.d. vegna áhættuþátta.

Sóttkví – stiklað á stóru :
ath að listinn er alls ekki tæmandi. Sjá nánar á covid.is

1. Takmarka þarf til hins ítrasta umgengni við annað fólk. Séu aðrir i heimili sem ekki eru í sóttkví skal hlúa vel að sóttvörnum svo sem handþvotti, þrif á sameiginlegum snertiflötum með spritti, nota sérklósett og handklæði eða þrífa eftir notkun, ekki deila rúmi með öðru heimilisfólki og framfylgja 2 metra reglunni. Æskilegast er að aðilar á heimilinu sem ekki hafa verið útsettir fyrir smiti séu ekki á heimilinu með einstakling sem er í sóttkví.

  1. Aðeins leita til læknis ef um nauðsynlega læknisþjónustu er að ræða og þá hringja á undan og tilkynna að viðkomandi sé í sóttkví.
  2. Ekki má vera innan um annað fólk svo sem fara í apótek, verslun, skóla eða á vinnustað.
  3. Einstaklingur í sóttkví má ekki heimsækja fjölsótta ferðamannastaði s.s. Þingvelli þótt þeir séu undir beru lofti.
  4. Börn foreldra sem eru í sóttkví mega fara í skóla og mega fara út en þau mega ekki fá gesti á heimilið – að því gefnu að barnið sjálft sé ekki í snertingu við þá á heimilinu sem eru í sóttkví. Á covid.is má finna sérstakar leiðbeiningar fyrir börn.
  5. Einstaklingur í sóttkví má fara  í  gönguferðir en  þarf  að  halda  sig  í  a.m.k.  2 metra   fjarlægð öðrum vegfarendum.
  6. Einstaklingur í sóttkví má fara í bíltúr á einkabíl en ekki má eiga samskipti við aðra í návígi s.s. við bílalúgur veitingastaða


Heimkomusmitgát

Frá og með hádegi 31. júlí ber öllum sem til landsins koma frá áhættusvæðum og dvelja hér 10 daga eða lengur að fara í tvær sýnatökur vegna COVID-19 með ráðstöfunum í samræmi við það sem nefnt hefur verið heimkomusmitgát þar til neikvæð niðurstaða fæst úr seinni sýnatöku. Fyrri sýnatakan fer fram við landamæri og sú seinni á vegum heilsugæslunnar 4-6 dögum síðar. Ber fólki að viðhafa heimkomusmitgát þar til niðurstöður úr seinni sýntöku eru kunnar. Seinni sýnatakan er gjaldfrjáls og er hægt að fara í sýnatöku víðs vegar um landið.

Á meðan á heimkomusmitgát stendur skaltu:

  1. ekki fara á mannamót eða veislur þar sem fleiri en tíu manns eru saman komnir,
  2. ekki vera í samneyti við fólk sem er í aukinni áhættu fyrir alvarlegri veikindum vegna COVID-19
  3. gæta að tveggja metra reglunni í samskiptum við aðra
  4. ekki heilsa með handabandi og forðast faðmlög
  5. huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum

Þú mátt:

  • nota almenningssamgöngur til að komast á áfangastað
  • fara í bíltúra
  • fara í búðarferðir til að afla nauðsynja
  • hitta vini og kunningja með ofangreindum takmörkunum

Ef niðurstaða úr síðara prófi er neikvæð er heimkomusmitgát hætt en jákvæð niðurstaða leiðir alltaf til einangrunar.

Einangrun

Ef þú ert með staðfest smit þá ferðu í einangrun. Á meðan beðið er niðurstöðu sýnatöku á einnig að fylgja leiðbeiningum um einangrun.

Einangrun er fyrir þá sem eru með staðfesta COVID-19 sýkingu en þurfa ekki á sjúkrahúsdvöl að halda. Þá ertu í einangrun í heimahúsi eða á stað sem almannavarnir og heilsugæsla á hverjum stað tilgreina. Á meðan þú ert í einangrun mun heilbrigðisstarfsfólk vera í reglulegu sambandi við þig. Fleiri en einn sem greinst hafa með smit mega dveljast saman í einangrun.

Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda um sóttkví.

‍Annað heimilisfólk getur verið í sóttkví á sama stað ef það vill ekki fara af heimilinu. En þá þarf að takmarka snertingu við þann sem er í einangrun eins og hægt er, helst að halda sig tveggja metra fjarlægð frá hinum smitaða. Ef fleiri veikjast á heimilinu lengir það tímann sem annað heimilisfólk þarf að vera í sóttkví.

Hvernig er einangrun aflétt eftir COVID-19 sýkingu?

Læknar COVID-19-teymis Landspítala sjá um útskriftarsímtöl fyrir fólk sem útskrifast úr einangrun. Athugið að þeir sem greinast við landamæraskimun fara í einangrun en henni er aflétt innan fárra daga ef talið er að um óvirkt/gamalt smit sé að ræða. Það byggir yfirleitt á mótefnamælingu, því mótefni myndast ekki á fyrstu dögum sýkingar

Viðkomandi þurfa bæði að uppfylla eftirfarandi skilyrði og staðfesta það í samtali við lækni:

Að komnir séu a.m.k. 14 dagar frá greiningu/jákvæðu sýni (greiningarsýni).

Að hafa verið einkennalaus í 7 daga.

Allar frekari upplýsingar er að finna á covid.is. Leiki grunur á smiti skal hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, eða Læknavaktina í síma 1700.

Þessi grein er unnin í samvinnu við Almannavarnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd