fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
433Sport

Andri Guðjohnsen fór í aðgerð – Verður líklega frá í hálft ár

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 17:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn ungi og efnilegi Andri Lucas Guðjohnsen fór í aðgerð í gær. Mbl.is greinir frá.

Andri sleit krossband í hné þegar hann var á æfingu með unglingaliði Real Madrid um daginn. Andri mun líklegast ekki geta spilað fótbolta í hálft ár en að sögn umboðsskrifstofu hans gekk aðgerðin þó vel.

Andri hefur verið á mála hjá Real Madrid um nokkurn tíma og vakið mikla athygli þar. Til að mynda fjallaði vefurinn Transfermarkt um Andra fyrir síðsutu jól. Á Transfermarkt var hann sagður vera hreinræktuð nía, alvöru sóknarmaður. Þá var hann einnig sagður vera martröð fyrir varnarmenn. Hann hefur leikið fyrir U16, U17, U18 og U19 ára landslið Íslands.

,,Andri er einn af þeim demöntum sem unglingastarf Real Madrid er með, hann skoraði 37 mörk á síðasta tímabili. Hann var næst markahæsti leikmaðurinn í öllu unglingastarfinu,“sagði Nils Kern, ritstjóri Real Total sem fylgist með öllu starfi Real Madrid.

,,Á næsta ári mun fólk lesa mikið af þennan kraftmikla framherja, hann fer upp í varaliðið. Þar eru stórir og öflugir framherjar velkomnir, hann gæti endað eins og Alvaro Negredo eða Alvaro Morata. Framtíðin mun svara þessu en hann mun án nokkurs vafa, skora mikið af mörkum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Duran aftur til Evrópu

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina

Arsenal hóf formlegt samtal við enska kantmanninn um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur

Skellt í lás á hinu glæsilega hóteli fyrir íslensku stjörnurnar – Hér dvelja þær næstu vikur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur

Klessukeyrði Range Rover jeppa um helgina og er ákærður fyrir ölvunarakstur