fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Björn Ingi skammar Íslendinga – „Þetta er dauðans alvara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 7. ágúst 2020 14:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sendir Íslendingum tóninn í myndbandi sem hann birti á Facebook í dag. Bendir hann þar á að ný bylgja COVID-19 ætti ekki að koma Íslendingum á óvart í ljósi þess hversu mikið þjóðin hefur slakað á sóttvörnum.

„Það sem er að gerast núna með mesta fjölda nýsmitaðra á einum degi í fjóra mánuði þarf ekki að koma neinum á óvart. Umræðan síðustu daga hefur öll snúist um gagnrýni á sóttvarnaryfirvöld fyrir of harðar aðgerðir og það er eins og fólk sé algjörlega búið að gleyma því að þetta er bráðsmitandi sjúkdómur sem fer hratt á milli manna og maður hefur séð á samfélagsmiðlum undanfarið að það eru mjög fáir að fara eftir þeim tilmælum sem gefin hafa verið. Þess vegna er veiran farin að breiðast út um allt. Bara því miður.

Þó svo í dag séu ekki margir alvarlega veikir þá getur staðan breyst mjög hratt.

„Gleymum ekki að þó að ekki séu margir um þessar mundir að veikjast alvarlega þá getur það gerst á síðari stigum. Við vitum að það tekur 1-3 vikur að gerast. En þar að auki liggur fyrir, samkvæmt nýjustu rannsóknum, að allt að þriðjungur þeirra sem veikjast af veirunni geta fengið langtíma einkenni, miklar aukaverkanir – orkuleysi, síþreytu og svo framvegis – og þurfa jafnvel að glíma við það marga mánuði eða lengur. Þetta er dauðans alvara og það er því miður kominn tími til að við áttum okkur á því að þessi veira er út um allt í samfélaginu og við verðum að passa okkur, annars fer illa. Það er bara staðfest.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi