fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Hjúkrunarfræðingurinn Rut með mikilvæg skilaboð – „Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. júlí 2020 15:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margir eru reiðir og sárir yfir því að stjórnvöld séu búin að ákveða að herða aðgerðir þar sem COVID19 veiran hefur aftur verið að sækja í sig veðrið undanfarna daga. Skiljanlega, enda fer í hönd ein stærsta ferðahelgi sumarsins og margir eru búnir að hlakka til að njóta með sínu fólki. Flestir áttu von á hinu gagnstæða, þ.e. á frekari afléttingu hafta en nú horfir svo við að það þurfi að taka nokkur skref tilbaka.“

Svona hefst pistill sem hjúkrunarfræðingurinn Rut Sigurjónsdóttir skrifar á Vísi. Þar spyr hún hvað við getum gert til þess að líta í eigin barm og kemur með mikilvæg skilaboð sem allir ættu að taka til sín. „Jú, við getum byrjað á að huga að eigin sóttvörnum og persónulegu hreinlæti sem sagt handþvotti, sprittun, forðast fjölmenna staði, sleppt handaböndum, faðmlögum og kossum þegar við hittum fólk á förnum vegi og gætt að tveggja metra bilinu. Ekki flókið í framkvæmd – en margt sem næst fram með þessum einföldu „reglum“, eða ætti ég kannski að segja aðgerðum.“

Þá vill Rut einnig biðla til þeirra sem hafa vísvitandi brotið heimkomusóttkví eftir dvöl erlendis eða hafa hugsað sér að gera slíkt. Hún segir þeim að hugsa sig tvisvar um. „Þar sem slíkt getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir allt samfélagið í heild, bæði heilsufarslegar og fjárhagslegar.“

Sjálf segist Rut ekki endilega vera sannfærð um að það hafi verið ferðamennirnir sem komu þessu bakslagi af stað. „Frekar ættum við að líta í eigin barm. Getur verið að við sjálf höfum kannski sofnað á verðinum og orðið kærulaus?“

Að lokum segir hún að við eigum að standa saman og gera okkar besta til að virða sóttvarnarreglur og tilmæli Landlæknis og Almannavarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér

Enn birtir Trump umdeilda mynd af sér
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“

Kona sagði Jóni að það væri búið að hjálpa honum svo mikið – „Ég er ekki tilbúinn í að láta hafa mig að féþúfu mikið lengur“
Fréttir
Í gær

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða

Kvótaerfingi í auglýsingu SFS – Fjölskyldufyrirtækið var selt fyrir 9,5 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu

Síbrotakona heldur nágrönnum sínum í heljargreipum – Sögð hafa brotist inn í hverja einustu íbúð og geymslu í húsinu