fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Vegfarendum var illa brugðið: Sjötugur maður varð skyndilega alelda úti á götu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 15. desember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er sérfræðingum ráðgáta hvað varð til þess að sjötugur eftirlaunaþegi, John Nolan, varð skyndilega alelda þegar hann var staddur í rólegri götu í norðurhluta Lundúna í september síðastliðnum. Nolan var fluttur illa slasaður á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum.

Mail Online fjallar um þetta óvenjulega mál og hefur eftir vitnum að atvikinu að Nolan hafi skyndilega orðið alelda. Enginn hafi verið nálægt honum þegar eldurinn kviknaði. Þá hefur dánardómstjóri farið yfir málið án þess að fá botn í það hvað varð til þess að eldurinn kviknaði. Enginn eldfimur vökvi fannst á líkinu eða eitthvað annað sem hefði getað kveikt eldinn.

Atvikið varð skömmu eftir hádegi í Orchard Place í norðurhluta Lundúna, skammt frá heimavelli enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham. Nolan var með brunasár á 65 prósentum líkamanns og lést hann af sárum sínum skömmu síðar. Nolan var ókvæntur og sestur í helgan stein eftir að hafa starfað sem smiður. Honum er lýst sem góðum manni og vinsælum meðal vina sinna, hann hafi ekki átt neina óvini svo vitað sé.

Lögregla hefur lýst eftir fleiri vitnum að atvikinu í þeirri von að varpa meira ljósi á það hvað gerðist.

Í umfjöllun Mail Online er andlát Nolans sett í samhengi við dæmi um svokallaða sjálfskviknun (e. Spontaneous human combustion). Sérfræðingum greinir á um hvort fyrirbærið sé í raun og veru til, en sumir halda því fram að fyrirvaralaust geti kviknað í fólki. Eldurinn sé því sjálfssprottinn, eða því sem næst.

Til eru dæmi um einstaklinga sem hafa brunnið á heimilum sínum án þess að nokkur skýring hafi fundist á eldsupptökum. Í mörgum tilfellum er um að ræða mjög fullorðna einstaklinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd