fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Trump vill fresta forsetakosningunum – „Mission impossible“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. júlí 2020 14:56

Donald Trump á kosningafundi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, viðraði þá hugmynd á Twitter fyrr í dag að forsetakosningunum, sem eiga að fara fram 3. nóvember næstkomandi verði frestað. Hann færir þau rök fyrir þessu að það bjóði hættunni heim á kosningasvindli ef fólk fær að kjósa bréfleiðis vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

„Frestum kosningunum til að fólk geti kosið almennilega, örugglega og áreiðanlega???“

Eitthvað á þessa leið skrifaði hann á Twitter og sló því föstu að hættan á kosningasvindli sé mikil og verði til þess að kosningarnar verði þær vafasömustu í sögu Bandaríkjanna.

Markmiðið með því að varpa þessari hugmynd fram er líklega að reyna að virkja stuðningsmenn á erfiðum tíma þar sem Joe Biden, andstæðingur hans í kosningunum í haust, mælist með allt að 10 prósentustiga forskot á Trump.

En segja má að Trump sé hér að takast á hendur „Mission impossible“ svo vísað sé í hasarmyndirnar góðkunnu með Tom Cruise í aðalhlutverkum. Ástæðan er að þingið þarf að samþykkja frestun á kosningum. Demókratar eru með meirihluta í fulltrúadeildinni og þeim mun væntanlega ekki hugnast að fresta kosningunum.

Samkvæmt lögum frá 1845 á að kjósa forseta fyrsta þriðjudaginn í nóvember fjórða hvert ár. Í ár fellur þessi dagur á 3. nóvember. Það þarf meirihluta í báðum deildum þingsins til að breyta þessum lögum og eins og fyrr sagði eru Demókratar í meirihluta í fulltrúadeildinni og geta því stöðvað slíkar tillögur.

En ef svo færi að þeir myndu samþykkja þetta þá er aðeins hægt að fresta kosningunum í skamman tíma því stjórnarskráin kveður á um að kjörtímabil forseta megi aðeins vara í fjögur ár. Það þýðir að 20. janúar 2021 rennur kjörtímabil Trump út og hann getur ekki setið áfram á forsetastóli nema hann nái endurkjöri. Frestun kosninga breytir engu um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi