fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Grunaður um að hafa tekið lögfræðing sinn hálstaki og barið konu með hátalara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. júlí 2020 12:21

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem meðal annars er grunaður um líkamsárás á lögfræðing sinn og alvarlega árás á konu.

Maðurinn er grunaður um að hafa þann 9. júní ruðst inn á lögmannsstofu, tekið lögmann kverkataki og hótað starfsfólki lífláti. Fjöldi vitna var að atvikinu. Hótanir mannsins beindust gegn lögmanninum og starfi hans og er í rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara. Þurfti að hringja í neyðarlínu út af framferði mannsins.

Þá er maðurinn grunaður um að hafa slegið konu í andlitið með hátalara þann 11. júní með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á vinstra augnloki, sár á efri, stórt sár á innra byrði efri varar, eymsli í tönnum og tognun í hálsi og herðum. Málið er í rannsókn en maðurinn hefur játað sök.

Þá er maðurinn grunaður um alvarlegar hótanir gegn barnsmóður sinni í nóvember og desember 2019. Liggja fyrir upptökur af grófum hótunum.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 18. ágúst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“