fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Prjóna fyrir þá sem minna mega sín

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 2. desember 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ilmur Eir Sæmundsdóttir, 27 ára nemi í dönsku, stendur nú fyrir söfnun á prjónavörum fyrir þá sem minna mega sín um jólin. Hún reynir nú að fá til liðs við sig sjálfboðaliða, bæði til að prjóna og til að gefa ónotaðan prjónaskap sem það á heima hjá sér. Til dæmis sokka, trefla, húfur og vettlinga. Bæði í fullorðins og barnastærðum. Nú þegar hafa nokkrir aðilar gefið prjónavörur og eru sjálfir byrjaðir að prjóna fyrir söfnunina.

Í samtali við DV segir Ilmur: „Síðustu tvö ár hef ég verið að hugsa um að gera eitthvað skemmtilegt um jólin fyrir aðra. En ég hef verið að ferðast mikið og ekkert komist í að gera neitt hingað til. Núna ákvað ég að láta loksins verða af þessu eftir að hafa fylgst með allri fréttaumfjölluninni um heimilislausa og hvað þeirra líf er erfitt. Það er leiðinlegt að sjá hversu margir þurfa að hafa áhyggjur um jólin á meðan við hin hugsum frekar um hversu stóran hamborgarhrygg við ætlum að borða. Mig langaði til að gera eitthvað fyrir þá sem minna mega sín og hvað er íslenskara en lopavettlingar, lopahúfur og eitthvað sem getur nýst fólki?“

Ilmur vonast eftir góðri þátttöku í verkefninu og stofnaður hefur verið Facebook hópur sem nefnist Prjónajól þar sem fólk getur haft samband. Afurðirnar verða svo gefnar Kvennaathvarfinu og Konukoti. Ef þátttakan verður góð vonast Ilmur til að geta gefið Gistiskýlinu við Lindargötu einnig.
„Ég er að keyra um höfuðborgarsvæðið og safna hjá fólki og svo pakka ég þessu inn rétt fyrir jól. Svo væri mjög gott ef matvælaverslanir eða aðrir myndu gefa konfekt eða annað jólalegt sem hægt er að setja í pakkana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum