fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Guðmundur Andri léttist um 10 kíló með þessari einföldu aðferð

Auður Ösp
Þriðjudaginn 5. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við getum sjálf tekið ábyrgð á heilsu okkar en það er líka ágætt að samfélagið setji þann kostnað sem af neyslu varnings getur hlotist inn í verð vörunnar sjálfrar með skatti, segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur í stuttri hugvekju á facebooksíðu sinni en sjálfur var hann nálægt því að greinast með sykursýki fyrir nokkrum árum. Hann greip hins vegar í taumana og breytti um lífsstíl með góðum árangri.

Dauðsföllum af völdum sykursýki 2 hefur fjölgað hratt síðustu ár en fram kom í Fréttablaðinu í gær að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð-herra væri opin fyrir því að taka upp svokallaðan sykurskatt að nýju.

„Við viljum, og það kemur fram í stjórnarsáttmálanum, almennt leggja meiri áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Það hefur auðvitað verið sú tilhneiging að setja mesta áherslu á sjúkrahúsþjónustuna sjálfa, en minna á forvarnarþáttinn,“ sagði Svandís og bætti við á öðrum stað.

„Þetta er eitt af því sem við eigum að hafa á dagskrá þegar við ræðum hvernig við beitum hvötum í ríkisfjármálunum.“

Guðmundur Andri greinir frá því í færslu sinni að þónokkrir úr hans nánustu fjölskyldu hafi greinst með sykursýki 2 í gegnum tíðina og hafi hann sjálfur því alltaf verið meðvitaður um sjúkdóminn.

„Ég er hins vegar átvagl og súkkulaðisvelgur: súkkulaðiís með súkkulaðisósu og þeyttum rjóma með dökkum súkkulaðispænum … það er mitt nirvana.“

Það var síðan fyrir nokkrum árum að Guðmundi var tjáð af lækni að hann þyrfti nauðsynlega að draga úr sykuráti ef ekki ætti illa að fara. Guðmundur fór að ráðum hans og árangurinn lét ekki á sér standa.

„Ég notaði tækifærið, hætti þá að borða öll sætindi, allt nammi, allar kökur, allt frá Mjólkursamsölunni, hvað þá óþverra á borð við kók sem ég hef aldrei verið sólginn í, en nýt sykurs áfram í ávöxtum og drekk áfram létt vín í hóflegu hófi. Fyrir vikið fór blóðsykurinn nægilega langt niður til að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að fá sykursýki; ég losnaði við tíu kíló, fékk aukinn þrótt til að takast á við daglegt líf, varð léttari á fæti og léttari í lund, endurheimti spékoppa í andliti. Ég læt duga að úða aðeins í mig sörum kringum hájólin og stundum hnusa ég af súkkulaðimolum.“

Hefði ég haldið áfram á sömu braut hefði ég fengið sykursýki og þá hefði mitt heilsuvandamál verið orðinn vandi samfélagsins líka með tilheyrandi kostnaði fyrir aðra.

Við getum sjálf tekið ábyrgð á heilsu okkar en það er líka ágætt að samfélagið setji þann kostnað sem af neyslu varnings getur hlotist inn í verð vörunnar sjálfrar með skatti, til að mynda á kóki og slíkum drykkjum. Það er ekki forræðishyggja heldur umhyggja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn

Lítt þekkt ættartengsl: Forsetaframbjóðandinn og áhrifavaldurinn