fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Látinn eftir hnífsstungu á Austurvelli: „Fjölskyldan er í áfalli, þetta er algjör harmleikur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 8. desember 2017 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annar mannanna sem var stunginn með hnífi á Austurvelli um síðustu helgi er látinn. Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um verknaðinn, en rannsókn málsins miðar vel.“

Þetta kemur fram í skeyti frá lögreglu.

„Hinn maðurinn, sem var stunginn með hnífi á sama stað og var sömuleiðis fluttur slasaður á bráðamóttökuna, hefur verið verið útskrifaður af Landspítalanum.“

DV fjallaði um málið í dag en þar sagði:

Maðurinn liggur undir grun um að hafa stungið tvo menn sem báðir eru frá Albaníu. Annar þeirra var stunginn ítrekað og meðal annars hitti ein hnífsstungan hann í hjartastað. Sá sem er grunaður um árásina er 24 ára gamall. Að öllu óbreyttu verður hann í gæsluvarðhaldi til 15. desember. Hann flúði af vettvangi eftir árásina en var handtekinn í Garðabæ skömmu síðar. Maðurinn hefur búið hjá ömmu sinni og afa undanfarið en þau eru búsett í sveitarfélaginu. Þegar hinn meinti árásarmaður var handtekinn var hann undir áhrifum vímuefna og reyndist ógerlegt að yfirheyra hann fyrr en daginn eftir. Þá voru vitni að árásinni og hafa þau verið yfirheyrð af lögreglu. Rannsókn málsins heldur áfram.

Samkvæmt heimildum DV komu hinir voveiflegu atburðir fjölskyldu mannsins í opna skjöldu. Hann hefur ekki áður komist í kast við lögin og hefur aldrei sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun.

„Þetta er góður drengur. Fjölskyldan er í áfalli, þetta er algjör harmleikur,“ segir aðstandandi mannsins í samtali við DV. Ástvinir mannsins hafa litlar upplýsingar fengið frá lögreglu um hvað gekk á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu