fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Kynning

Íslensk listaverk eru einstakar jólagjafir

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 10. desember 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mörg fyrirtæki og að sjálfsögðu einstaklingar líka koma til okkar í desember til að kaupa jólagjafir. Mörg pör velja líka fremur að kaupa sér sameiginlega jólagjöf fyrir heimilið fremur en gefa hvort öðru gjafir og hér er einstakt úrval af list fyrir heimilin.“

Þetta segir Gunnar Helgason, framkvæmdastjóri Gallerís Listar, Skipholti 50a, sem er elsta starfandi gallerí á landinu. Gallerí List hefur til sölu verk yfir 50 íslenskra listamanna og starfar undir kjörorðinu „eitthvað alveg einstakt“ eða eins og segir á heimasíðu gallerísins:

„Í fjöldaframleiddum heimi bregður einhverju einstöku við öðru hvoru. Gallerí List sérhæfir sig í einstökum verkum eftir íslenska listamenn. Hjá okkur finnur þú eitthvað alveg einstakt.“

Mynd: LEB

Gallerí List býður upp á listmuni á ótrúlega breiðu verðbili, eða allt frá 3.000 og upp í milljónir króna. Því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi þegar kemur að fallegum og einstökum jólagjöfum. Meðal annars býður galleríið upp á mikið úrval af keramikverkum.

„Sérhver hlutur sem er keyptur hér til gjafa verður um leið eins konar gjafabréf, því sá sem fær gjöfina getur skipt henni út fyrir hvað sem er í galleríinu og þá höfum við úr svo mörgum listamönnum að velja. Þannig að enginn situr uppi með verk sem honum ekki líkar,“ segir Gunnar.

Mynd: LEB

Úrvalið aldrei betra en í desember

„Desember er orðinn langstærsti mánuðurinn í sölu á listmunum, og þótt úrval verka hjá okkur sé gott allan ársins hring þá er það þannig að úrvalið er aldrei betra en í desember, af þeirri ástæðu hvet ég fólk sem hefur áhuga á listmunum að kynna sér úrvalið í jólamánuðinum,“ segir Gunnar.

Gallerí List býður upp á vaxtalaus lán til listmunakaupa.

Hægt er að kynna sér listamenn og verk þeirra á heimasíðu gallerísins www.gallerilist.is og á Facebook-síðunni www.facebook.com/Gallerí-List.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri