fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

Fjármálastjórinn er horfinn sem og 300 milljarðar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 22:00

Höfuðstöðvar Wirecard í Aschheim. Mynd: EPA-EFE/PHILIPP GUELLAND

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok júní varð þýska fyrirtækið Wirecard gjaldþrota í kjölfar þess að forsvarsmenn þess gátu ekki gert grein fyrir hvað hefði orðið af upphæð sem svarar til 300 milljarða íslenskra króna. Nú er fjármálastjórinn, Jan Marsalek, einnig horfinn.

Markus Braun, forstjóri fyrirtækisins, hætti störfum um leið og þetta spurðist út. Hann var síðan handtekinn. Marsalek, sem var nánasti samstarfsmaður Braun, neyddist einnig til að láta af störfum og nú er hann horfinn.

Þýsk yfirvöld telja hann einn af höfuðpaurum málsins. Hann er grunaður um að hafa falsað rekstrartölur fyrirtækisins árum saman og hafi þannig tekist að koma því inn á hinn virðulega Dax-30 hlutabréfalista. Financial Times skýrir frá þessu.

Alþjóðleg handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Marsalek en vangaveltur hafa verið um hvort hann hafi flúið til Filippseyja en þarlend yfirvöld segja að það sé ekki rétt.

Braun hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Hann er grunaður um að hafa falsað sölutölur Wirecard til að gera fyrirtækið meira aðlaðandi í augum fjárfesta og viðskiptavina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“