fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Útvarpsstjarna braut rassbein í Bláa lóninu: „Beinið stendur úr bakinu á þér“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 21. desember 2017 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írska útvarpsstjarnan Tracy Clifford var á ferðalagi um Ísland fyrir skemmstu og lenti í vandræðalegu slysi í Bláa lóninu. Clifford áttaði sig ekki strax á alvarleika slyssins en hún braut rófubein. Síðan þetta gerðist segist hún hafa mátt þola hæðnisglósur og sé nú „afturendi allra brandara“. Independent í Írlandi greinir frá þessu.

Clifford er dagskrárgerðarkona og plötusnúður hjá útvarpsstöðinni 2FM sem er undir írska ríkisútvarpinu, RTÉ. Þar er hún með þætti á virkum dögum klukkan 13:00.

Nýverið heimsótti hún Ísland í jólafríinu og vitaskuld var farið í Bláa lónið sem Clifford sagði „algjörlega stórfenglegt“. Hún hefði þó mátt fara hægar í gegnum gleðinnar dyr. „Ég steig allt of hratt upp úr lóninu og steig á eitthvað sem ég held að hafi verið sundfatnaður. Ég þeyttist upp í loft eins og banani.“

Hún datt á rassinn en áttaði sig ekki strax á hversu alvarleg meiðsl hún hafði fengið. Engu að síður fór hún á spítalann til athugunar. Þegar þangað var komið var henni sagt að hún væri með brotið rófubein. „Þeir settu mig ekki einu sinni í röntgen myndatöku, þannig að ég spurði þá hvernig þeir vissu það. Þá sögðu þeir: Beinið stendur úr bakinu á þér.“

Clifford segir að ein af ástæðunum fyrir því að hún hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins hafi verið að hún hafi mjög háan sársaukaþröskuld. „Þetta var mjög skrýtið en ég fann ekkert fyrir þessu.“ Clifford er nú komin aftur heim til eyjunnar grænu og segist vera „afturendi allra brandara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum