fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Herjólfur snúinn aftur úr fyrstu ferð dagsins – „Af og frá að um verkfallsbrot sé að ræða“

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 15. júlí 2020 15:01

mynd/Herjolfur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herjólfur er nú að leggjast að bryggju í Vestmannaeyjum og er því fyrsta ferð gamla Herjólfs á lokametrunum. Talsverður styr hefur staðið um ferðir gamla Herjólfs í dag og kallar Sjómannafélagið siglingarnar verkfallsbrot. Ráðgert var að sigla fjórar ferðir í dag, en útlit er fyrir að þær verði bara tvær vegna tafa á fyrstu ferðinni. Sagði Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands við Mbl.is í morgun að einn vélstjóri hafi gengið í land eftir að hafa ofboðið aðgerðir útgerðarinnar.

Herjólfur lagðist að bryggju 14:46 í Heimaey í dag. Um borð voru matvæli og aðrar nauðsynjavörur mynd/skjáskot marinetraffic.com

Félagsmenn Sjómannafélags Íslands eru nú í annarri lotu boðaðra verkfallsaðgerða sinna. Sú fyrsta stóð í einn dag og hófst á þriðjudag í síðustu viku. Önnur hófst í gær og stendur yfir út daginn í dag og sú þriðja hefst á þriðjudaginn og stendur yfir í þrjá daga. DV sagði frá því í gær að deilunni hefði þegar verið vísað til Ríkissáttasemjara en engin niðurstaða væri sjáanleg í deilunni.

Sjá nánar: Úlfúð í Vestmannaeyjum – Stál í stál í viðræðum og svartasta svartnættið framundan

Guðbjart­ur Ell­ert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs ohf. sagði við DV að umrædd sigling væri ekki brot á verkfallsrétti félagsmanna SÍ. Guðbjartur sagði siglinguna hafa gengið vel þrátt fyrir að tafir hafi orðið á fyrstu ferðinni. „Gamla skipið hafði ekki verið hreyft í einhvern tíma svo við þurftum að keyra það aðeins til, svo var afleysingavélstjóri sem vildi ekki sigla við þessar aðstæður,“ sagði hann og vísar til þess að vélstjóri skipsins hafi gengið út vegna verkfallsins. „Þetta er náttúrulega lítið samfélag og menn hafa sínar skoðanir. Maðurinn sem um ræðir er ekki fastráðinn og var í afleysingum og hafði ekki áhuga á að sigla við þessar aðstæður. Við virðum það að sjálfsögðu og sjáum ekkert athugavert við það,“ sagði Guðbjartur.

Af og frá að um verkfallsbrot sé að ræða

Guðbjartur segir það af og frá að um verkfallsbrot sé að ræða. „Við hefðum ekkert siglt ef við hefðum talið að við værum að brjóta á rétti fólks til verkfalls. Við erum alveg meðvitaðir um hvað við erum að gera,“ segir hann og bendir á að enginn félagsmaður SÍ sé að vinna um borð í skipinu í dag.

Þrír flutningabílar eru nú um borð í Herjólfi með vörur, matvæli í verslanir, lyf og aðföng fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Ennfremur eru einhverjir fólksbílar, að sögn Guðbjarts. Einnig fóru þrír flutningabílar frá Vestmannaeyjum í morgun. „Ég er ekki klár á hvað var um borð í þeim, en geri auðvitað ráð fyrir að það hafi verið fiskmeti,“ segir Guðbjartur.

Talsverðar úlfúðar hefur gætt í Vestmannaeyjum yfir verkfallinu og segja heimamenn að verið sé að loka á þjóðveg þeirra og eina samskiptamáta við restina af landinu. Benda þeir jafnframt á að flugsamgöngur séu ekki pottþéttar og t.d. sé ekki flogið á þriðjudögum, en allar verkfallsaðgerðir Sjómannafélagsins hefjast einmitt þá.

Einn dagur í einu

„Stóra verkefnið nú er að reyna að leiða þessa deilu til lykta og tryggja að samgöngur séu með eðlilegum hætti,“ segir Guðbjartur ennfremur. Hann hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort Herjólfur III muni sigla í næstu viku þegar þriðja lota verkfallsins brestur á. „Við verðum að taka einn dag í einu og meira að segja eina ferð í einu. Vonandi verða menn búnir að ná einhverjum áttum í deilunni. Við verðum bara að sjá til.“

Aðspurður hvort verkfallið gæti orðið til þess að hann komist ekki á samningafundi í húsakynnum Ríkissáttasemjara í Borgartúni í Reykjavík svarar Guðbjartur að það ætti ekki að vera nein fyrstaða. SA hafi umboð til að semja fyrir sína hönd og slíkt yrði bara leyst. Sem fyrr segir hafa tveir fundir verið haldnir þar án árangurs.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik