fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Fréttir

Kári sendir frá sér nýja yfirlýsingu og skýrir stöðuna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. júlí 2020 15:18

Kári Stefánsson. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), áréttar í nýrri Facebook-færslu að það sé ekki réttlætanlegt að ÍE haldi áfram að taka þátt í landamæraskimunum. Jafnframt ber hann mikið lof á þríeykið góðkunna. Kári telur Landspítalann vel í stakk búinn til að taka við skimunarverkefninu:

„Samskipti mín við þríeykið hafa verið mjög góð og ég lít á Ölmu og Þórólf sem góða vini og frábært samstarfsfólk. Það er hins vegar ekki verkefni ÍE að skima eftir veirum. Við gerðum það meðan faraldurinn gekk yfir landið vegna þess að þess þurfi og enginn annar til þess. Nú er ástandið allt annað og ekki réttlætanlegt fyrir okkur að halda því áfram. Landspítalinn er ágætlega í stakk búinn til þess að höndla þetta. Við munum gefa honum hugbúnað sem við settum saman til þess halda utan um sýni og gögn og senda þangað fólk til þess að kenna á hann. Og þess utan ef þau lenda í vanda, eða út í mýri, þá erum við hér, atvinnumenn og konur í því að vera út í alls konar mýrum og kunnum að takast á við það og rjúkum til og hjálpum. Þetta verður í fínu lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skatturinn skellti í lás á Kastrup

Skatturinn skellti í lás á Kastrup
Fréttir
Í gær

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi

Sigurður Almar grunaður um að frelsissvipta ferðamann – Lögmaður hans telur að beita eigi öðru úrræði en gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða

Guðni talar um aumingjaskap sem kostar landsmenn milljarða