fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Ekki einn lögreglustjóri er lögreglumaður – Allir lögfræðingar frá HÍ

Heimir Hannesson
Mánudaginn 6. júlí 2020 17:30

Ekki einn lögreglustjóranna er lærður lögreglumaður. mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af átta starfandi lögreglustjórum í dag er ekki einn lögreglustjóri lærður lögreglumaður. Talsverðrar gremju gætir meðal lögreglumanna með nýjustu skipan Dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjóra Norðurlands eystra og segja þeir að þar hafi tækifæri til þess að koma lögreglumanni í lögreglustjóraembætti hafa farið forgörðum. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum var skipuð lögreglustjóri Norðurlands eystra. Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, lögreglumaður og aðstoðarsaksóknari, sótti einnig um embættið en hlaut ekki starfið. Lögreglustjórarnir í dag eru:

Lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Gunnar Örn Jónsson, lögfræðingur HÍ.

Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
Ekki hefur verið skipaður arftaki fyrir Páleyju Borgþórsdóttur sem tekur við embætti lögreglustjóra Norðurlands eystra þann 13. júlí.

Lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðingur HÍ.

Lögreglustjórinn á Austurlandi
Margrét María Sigurðardóttir, lögfræðingur HÍ. Margrét var skipuð fyrr á þessu ári og hefur ekki unnið við löggæslu áður.

Lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Páley Borgþórsdóttir, lögfræðingur HÍ. Páley tekur við 13. júlí.

Lögreglustjóri á Vestfjörðum
Karl Ingi Vilbergsson, lögfræðingur HÍ.

Lögreglan á Suðurnesjum
Ólafur Helgi Kjartansson, lögfræðingur HÍ.

Lögreglan á Suðurlandi
Kjartan Þorkelsson, lögfræðingur HÍ.

Lögreglan á Vesturlandi
Úlfar Lúðvíksson, lögfræðingur HÍ.

Í 28. gr. lögreglulaga eru hæfisskilyrði í starf lögreglustjóra tiltekin. Þarf umsækjandi að hafa náð 30 ára aldri, hafa íslenskan ríkisborgararétt, vera vel á sig komin andlega og líkamlega, vera lögráða og aldrei misst forræði á búi sínu og ekki hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað. Ennfremur þarf umsækjandi að hafa lokið embættisprófi eða meistarprófi í lögfræði. Allir lögreglustjórarnir eru því með gráðu í lögfræði frá sömu lagadeild í sama háskóla, lagadeild Háskola Íslands.

Lögreglustjórar fóru áður fyrr með dómsvald og því ekki óeðlilegt að krafa hafa verið gerð á sínum tíma um próf í lögfræði. Talsverð vinna sem miðar að því að slíta dómsvald, ákæruvald og lögreglurannsókn í sundur hefur síðan þá farið fram. Í minnisblaði dómsmálaráðherra frá árinu 2008 kemur fram að æskilegt væri að breyta hæfniskröfum til lögreglustjóraembættanna að þeirri vinnu lokinni. „Þegar litið er til þess sem annars staðar tíðkast t.d. í Evrópu, framþróunar í lögreglufræðum og þeirra margvíslegu krafna sem gerðar eru til starfsemi lögreglu nú, þykir rétt að huga að því hvort lögfræðimenntun sé nauðsynleg þegar kemur að lögreglustjórn. Lögreglumenn, sem hlotið hafa menntun í Lögregluskóla ríkisins og margháttaða framhaldsmenntun innanlands og erlendis búa yfir mikilvægri þekkingu þegar kemur að innviðum lögreglustarfsins og það eitt getur bætt samstarf og aukið skilvirkni í starfsemi lögreglustjóraembætta. Þannig yrði ekki girt fyrir að velmenntaðir yfirmenn lögreglu ættu þess kost að verða lögreglustjórar, þótt þeir hefðu ekki embættispróf í lögum,“ segir í minnisblaðinu.

Nú hefur þessari vinnu að mörgu leyti verið lokið. Héraðssaksóknari hefur tekið við saksókn flestra mála, millidómsstigi hefur verið komið á fót og lögregluskólinn verið færður á Háskólastig. Allt voru þetta nefnd sem skilyrði fyrir því að „hleypa“ lögreglumönnum í lögreglustjóraembættin.

Landssamband lögreglumanna fagnaði framkomnum hugmyndum í minnisblaði dómsmálaráðherra árið 2008, og sagði það falla „algerlega“ að áhersluatriðum LL er varðar menntun lögreglumanna og tilfærslu Lögregluskóla ríkisins á háskólastig. Aðspurður hvort það sé ekki svekkjandi að nú, 12 árum síðar, séu æðstu embætti vinnustaðar lögreglumanna enn girt af fyrir þeim svarar Snorri Magnússon, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna, því játandi. „Þessar hugmyndir frá 2008 voru skref í réttar áttir en því miður ekkert meira gerst í þeim málum.“

Snorri sagðist ekki hafa heyrt af óánægju lögreglumanna með skipanina í embætti lögreglustjóra Norðurlands eystra en sagðist skilja þau sjónarmið og geta tekið undir þau.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum