fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Óhugnanleg ummæli rétt fyrir slysið á Kjalarnesi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 21:58

Mynd: Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt áður en banaslysið varð á Kjalarnesi síðastliðinn sunnudag ræddu áhyggjufullir vegfarendur og íbúar á Kjalarnesi saman og vöruðu við flughála vegarkaflanum þar sem slysið átti sér stað. Í íbúahópnum „Færð og veður á Kjalarnesi“ skrifaði áhyggjufullur íbúi:

„Varúð nýja malbikið við vigtaplanið er STÓRhættulegt
Fljúgandi hált svona blautt, dauðagildra.“

Þetta var skrifað klukkan 14:33 á sunnudaginn en tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni kl. 15:13, rétt eftir að slysið varð. Tveir létu lífið er mótorhjól lenti á húsbíl á vegarkafla á Vesturlandsvegi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars mótorhjóls sem rann til og skall einnig á húsbílnum, á eftir hinu, slasaðist alvarlega. Vegarkaflinn var nýlagður og flugháll. Er hálkan rakin til þess að of mikið bik hafi verið í efninu sem lagt var á veginn. Það er þó ekki staðfest, málið er í rannsókn. Vegagerðin hefur lýst því yfir að hún beri endanlega ábyrgð í málinu þó að hálkan geti hafa verið tilkomin vegna mistaka hjá öðrum aðila. Verktakinn sem annaðist verkefnið er Loftorka en efnið í verkið kom frá Malbikunarstöðinni Höfða. Í Fréttablaðinu þriðjudaginn 30. júní er haft eftir  framkvæmdastjóra Höfða að efnið hafi verið afgreitt rétt í samræmi við óskir Loftorku.

Dauðagildra

Sláandi og óhugnanlegt er að lesa ummæli Kjalarnessbúa og vegfarenda í ljósi tímasetningarinnar. Innlegginu sem greinir frá hér að ofan svarar kona ein svo:

„Mæli með því að allir sem nota þennan veg geri athugasemdir beint til Vegagerðarinnar á vegagerdin@vegagerdin.is“

Önnur kona skrifar:

„Tek undir þetta, STÓRHÆTTULEGT – í rigningunni á föstudag hélt ég að ég væri að missa dekk undan bílnum þegar hann fór að rása svona mikið. Stoppaði einmitt við vigtarplanið til að athuga með það og gerði mér þá grein fyrir hversu hættulegur vegurinn er í rigningu.“

Umræðurnar teygja sig inn í slysatímann og maður einn skrifar:

„Úff, ég ætla að vona að bílslysið núna áðan hafi ekki gerst út af þessu“

Annar maður skrifar:

„Þetta malbik er dauðagildra. Bíllinn skautar endalaust á þessu og missir allt grip. Hræðilegt alveg hreint. Hvað þurfa margir að deyja svo að þetta verði lagað!“

Síðustu ummælin sem við birtum skrifaði kona ein sem komst í  hann krappan á þessum vegarkafla skömmu fyrir slysið, þó að hún væri á hægum hraða:

„Ég keyrði yfir þennan kafla áðan í þurru og bíllinn skautaði, fór svo aftur yfir hann til baka kl. 14 oo þá var komin rigning og oh my lord! Hafði nánast enga stjórn á bílnum þótt ég væri komin niður í 50 og mátti hafa mig alla við að missa hann ekki útaf eða yfir á hinn vegarhelminginn. Þetta verður að laga strax! Dauðagildra!“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“