fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Matur

Þetta borðar Simmi Vill á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 4. júlí 2020 10:30

Sigmar Vilhjálmsson. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, er mikill áhugamaður um mat og eldamennsku. Við fengum að forvitnast aðeins um hvað hann borðar á venjulegum degi.

„Venjulegur dagur byrjar snemma, morgunmatur með sonum mínum og farið í ræktina. Síðan tekur við óvissuferð dagsins sem er vinnutengd, enda veit ég aldrei hvað bíður mín þó að það séu ákveðnir þættir festir niður. Ég reyni að enda alla daga á kvöldmat með sonum mínum, þá viku sem þeir eru hjá mér, og síðan er misjafnt hvort það er frekari vinna sem bíður mín, sófinn eða fjallganga,“ segir Simmi.

Fer millileiðina í öllu

Simmi fylgir engu ákveðnu mataræði heldur finnur hann milliveginn. „Ég trúi á að fara millileið í öllu, hvort sem það er mataræði eða annað. Ég er þó alltaf frekar lágkolvetnamegin í lífinu. Annars snýst þetta um að borða allt og hafa það í hófi,“ segir hann og bætir við að hann hafi mjög gaman af eldamennsku.

„Ég lít á matreiðslu og mat sem áhugamál.“ Uppáhaldsmáltíð Simma er sú máltíð sem hann hefur á diskinum á hverjum tíma. „Ég er alæta og finnst mjög gaman að prófa nýja hluti,“ segir hann.

Matseðill Simma Vill

Morgunmatur:

Engiferskot og baunasafi (kaffi).

Millimál nr. 1:

Epli og kaffi.

Hádegismatur:

Lágkolvetna hlöllabátur eða mömmumatur.

Millimál nr. 2:

Kaffibolli eða tveir.

Kvöldmatur:

Dagamunur, en það er alltaf heitur matur í kvöldmat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
18.01.2025

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann

Tveggja barna móðir frá Þorlákshöfn átti næstbesta borgarann
Matur
14.01.2025

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb

Piparkökudeigsís er nýjung frá Skúbb
Matur
06.10.2024

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Matur
17.09.2024

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar

Skál komin á framtíðarheimili í hjarta miðborgarinnar