fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Stofnun hlutafélags um Borgarlínu samþykkt á Alþingi – „Loksins, loksins, loksins“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 29. júní 2020 22:00

mynd/skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í kvöld samþykkt á Alþingi. Frumvarpið heimilar ráðherra að stofna hlutafélag með Reykjavíkurborg, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Kópavogi um uppbyggingu á Borgarlínunni svokallaðri.

Maraþon fundur stendur nú yfir á Alþingi og færir Steingrímur J. Sigfússon þingheimi atkvæðagreiðslurnar á færibandi. Hefur blaðamaður löngu tapað tölunni hversu margar þær hafa verið síðan þær hófst fyrr í kvöld.

Samþykkt frumvarpsins og stofnun þessa hlutafélags er mikilvægt skref í þróun Borgarlínunnar og í raun forsenda þátttöku ríkisins að verkefninu. Sigmundur Davíð, annálaður andstæðingur verkefnisins, gerði grein fyrir atkvæði sínu einfaldlega með því að segja „ég tel að Borgarlínan sé stórvarasamt mál og mun gera nánar grein fyrir því á næstu dögum utan við þennan sal.“ Uppskar örræða Sigmundar hlátrasköll í þingsal og Steingrímur J. Forseti Alþingis hélt gríninu gangandi þegar hann benti þingheimi á að hér væru komnar fram nýjar upplýsingar í málinu. Vísar hann þar til þess þegar þingmenn Miðflokksins tóku 2. umræðu um málið yfir með málþófi og fluttu heilu klukkutímana af ræðum gegn frumvarpinu.

Þingmenn fögnuðu

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, óskaði þjóðinni til hamingju með þessa „miklu gleði stund. Gaman er að sjá málið verða að veruleika enda um að ræða gríðarlega miklar framfarir í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu öllu. Til hamingju ísland,“ sagði þingmaðurinn.

„Loksins loksins loksins,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Sagði hún að nú munu höfuðborgarbúar upplifa raunverulegar samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu og lífsgæði höfuðborgarbúa stóraukast.

Ríkissjóður mun eiga 75% í nýju hlutafélagi og öðrum eigendum 25%. Ekki verður heimilt að framselja eignarhlutann til annarra en stofneigenda þess.

Hægt er að sjá frumvarpið í heild sinni á vef Alþingis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð