fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Repúblikanar töpuðu kosningum í Alabama í gær – Mikill ósigur fyrir Donald Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. desember 2017 04:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Demókratinn Doug Jones sigraði í kosningum í Alabama í gær um öldungardeildarþingsæti en hann barðist um sætið við repúblikanann Roy Moore sem Donald Trump, forseti, studdi. Ósigur Moore er mikill ósigur fyrir Trump og getur gert honum erfiðar fyrir með að koma lagafrumvörpum í gegnum öldungadeildina.

Alabama er íhaldssamt ríki og þar hafa demókratar ekki átt góðu gengi að fagna í kosningum undanfarna áratugi. En Moore, sem er vægast sagt umdeildur, hefur verið sakaður um kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum. Hann er fyrrum hæstaréttardómari, var vikið úr embætti, sem telur biblíuna landslögum æðri. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni hafði hvatt Moore til að draga framboð sitt til baka en það vildi Moore ekki.

Jones er 63 ára lögmaður og fyrsti demókratinn sem nær kjöri til öldungadeilar fyrir Alabama í 25 ár. Kjör hans þýðir að nú hafa repúblikanar 51 sæti í öldungadeildinni en demókratar 49. Þetta þykir opna leið fyrir demókrata til að ná meirihluta í öldungadeildinni á næsta ári þegar kosið verður.

Kosningabaráttan var hatrömm og innan repúblikanaflokksins hefur nánast ríkt stríðsástand. Kosningabaráttan var táknræn barátta um völd og siðferði á milli hægri og vinstri vængja stjórnmálanna. Vinstra meginn var Jones, sem í störfum sínum sem lögmaður fékk tvo meðlimi Ku Klux Klan dæmda í fangelsi fyrir að hafa myrt fjórar litlar svartar stúlkur þegar þeir kveiktu í kirkju. Hægra meginn var Moore, ofuríhaldssamur dómari, sem telur biblíuna landslögum æðri og hefur verið sakaður um kynferðisbrot gagnvart barnungum stúlkum.

Nokkrar konur stigu fram og sökuðu Moore um að hafa áreitt þær. Ein þeirra var aðeins 14 ára þegar hið meinta áreiti átti sér stað. Moore sakaði konurnar um að ljúga en málið varð þess valdandi að margir repúblikanar sneru baki við honum, gátu ekki hugsað sér að styðja hugsanlegan kynferðisbrotamann.

Trump studdi Moore með ráðum og dáð í baráttunni og hvatti kjósendur til að kjósa hann en allt kom fyrir ekki. Bandarískir fjölmiðlar segja ósigur Moore einnig vera mikinn ósigur fyrir Trump. Í gær birti Trump færslu á Twitter þar sem hann sagði að íbúar Alabama myndu gera það sem rétt væri. Jones væri stuðningsmaður fóstureyðinga, tæki mildilega á glæpamönnum, hefði lítinn áhuga á hernum og málefnum ólöglegra innflytjenda. Hann vilji hertar reglur um byssueign, sé ekki vinur uppgjafahermanna og sé á móti því að múr verði reistur á landamærunum við Mexíkó. Hann sagði Jones vera strengjabrúðu.

Niðurstaðan er því mikið áfall fyrir Trump og fellir einnig ákveðinn dóm yfir popúlista pólitík hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni